Norðurljósið - 01.01.1967, Side 135
NORÐURLJÓSIÐ
135
kuldalegar og minna nokkuð á óvinafagnað, enda var þá tekið
að bera á óvináttu Farísea í garð Jesú Krists.
Fleiri komu í 'húsið en þeir, sem boðnir voru. Bersyndug kona
var í bænum. Nánar lýsir Lúkas henni ekki. Allir vissu í þá daga,
við hvaða konur var átt, ef þær báru það nafn. Nútíminn gefur
þeim annað heiti. Hann nefnir þær gleðikonur. Það er rangnefni.
Þjónustan við girndir sínar eða annarra veitir enga varanlega
gleði. „Það eru ormar í öllum eplum djöfulsins,“ segir John R.
Rice, prédikari í Ameríku. En það er gleði að þjóna Jesú. í
þjónustu hans fæst varanleg gleði, hrein og heilög.
Skáldið söng í Sólarljóðum forðum: „Sætar syndir verða að
sárum bótum; æ koma mein eftir munað.“ Þetta hafði konan
fengið að reyna. Vonbrigði lífsins, fyrirlitning fólksins, lukti
um hana sem náttmyrkur. Þar var hvergi ljósgeisla að sjá,
hvorki fyrir hana né aðra hennar líka. En Jesús frá Nazaret kom
og fór að prédika. Samtíðin dæmdi fallna menn og konur. Hann
fyrirdæmdi engan, sem fallinn var. Hann gaf þeim nýja von.
Hann bauð þeim að koma til sín. „Komið til mín allir þér, sem
erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og ég mun veita yður hvíld,“
sagði hann.
Konan var hlaðin þunga. Lögmálið dæmdi hana, fólkið fyrir-
leit hana, samvizkan ákærði hana. Hvar gat hún fundið hvíld?
Hjá Jesú frá Nazaret. Hún varð að komast á fund hans. Hann
var í húsi Faríseans. Henni var ljóst, að einmitt nú var stundin,
þegar hún yrði að koma til Jesú. Annars var tækifærið glatað,
horfið að eilífu, og framtíðin aðeins vonlaust myrkur.
Hún herti upp hugann. Hún fann, að hún gæti ekkert sagt við
hann, ekki borið fram nokkra afsökun breytni sinnar, jafnvel
ekki vogað að biðja um fyrirgefning hans. Samt vildi hún láta
hann skilja, að hann væri eini, sanni vinurinn, sem hún ætti í
öllum heimi; vinur, sem skildi allt og gæti líka fyrirgefið allt.
Hún tók með sér dýrmæt smyrsl. Ef hún hefði átt unnusta sem
hrein og óspillt mær, hefði hún getað smurt hann með smyrslun-
um dýrmætu, sem hún tók með sér. Nú skyldu þau notuð til að
smyrja fætur Jesú, sem hún vissi, að einn var hreinn og heilagur
meðal manna.
Hún gekk inn í húsið. Húsbóndinn og gestir hans hvíldu þar
á lágum legubekkjum, hvílbeðjum, lágu á hliðinni, og fætur
snertu gólfið, svo að iljar sneru til veggjar. Þeir sátu ekki til
borðs. Slíkt var ekki siður Gyðinga. Hún gekk að fótum Jesú.
Þeir höfðu ekki verið þvegnir, svo sem fætur annarra gesta. Og