Norðurljósið - 01.01.1967, Qupperneq 137
NORÐURLJÓSIÐ
137
biðu 'þar, kom til þeirra maður. Hann átti son, sem haldinn var
illum anda. Takmark andans virtist vera, að tortíma piltinum.
Faðirinn heyrði um Jesúm og máttarverk hans, svo að hann
kom með son sinn til lærisveinanna, og sagði við þá, af því að
Meistari þeirra var fjarstaddur, að þeir skyldu reka andann út.
En þeir gátu það ekki. Astæða þess var sú, að þá brast trá til
þess Ráðþrota stóðu þeir. Vandamál föðurins eða æskumanns-
ins gátu þeir ekki leyst.
Nútíminn glímir einnig við stórkostleg vandamál. Við nefn-
um það vandræðabörn, afbrota-æsku. Ljótar eru lýsingarnar,
sögurnar af framkomu æskufólks víða um hinn vestræna heim.
Svo virðist tíðum sem illir andar hertaki huga og dómgreind
margra ungmenna samtímis. Þá fremja þau alls konar athafnir,
glæpi og hryðjuverk, sem þau fremja aldrei ein, heldur mörg
saman. Menn kalla þetta múgsefjun, ef til vill. Hvað veldur
henni? Hvar eru upptökin? Eru þau ekki hjá djöflinum eða
andaverum vonzkunnar, sem biblían talar um? Allir, sem trúa
því, að maðurinn sé að eðlisfari góður, hljóta að fallast á þá
skýringu. Aðrir segja, að gerspilling fallins manneðlis komi
þannig í ljós.
Við víkjum aftur til sögunnar af feðgunum. Þegar deilan við
lærisveina Jesú stóð sem hæst, kom hann sjálfur. Hann fékk að
heyra, hvað um var að vera, er faðirinn sagði sögu hins unga
manns og bætti við: „Ef þú getur nokkuð, þá sjá þú aumur á
okkur og hjálpa okkur.“ Vesalings föðurnum fannst, að varla
gæti nokkur máttur, jafnvel guðlegur máttur, gert nokkuð, sem
leyst gæti vandamál piltsins. Ég hefi kynnzt fólki, sem staðið
hefir í sömu sporum, drykkjumönnum, sem örvæntu um nokkra
lausn á böli sínu.
„Ef þú getur!“ mælti Jesús við hann. „Sá getur allt, sem trúna
hefir.“ Þá hrópaði faðir sveinsins: „Ég trúi, herra, hjálpa þú
vantrú minni.“
Drottinn Jesús svaraði þessari bæn. Hann leysti þetta vanda-
mál. Hann rak andann út, sem skildi þannig við drenginn, að
hann 'leit út sem dauður væri, og margir sögðu: „Hann er skil-
inn við.“ En Jesús tók um hönd hans og reisti hann upp, og
hann reis á fætur.“ Mér þykir vænt um þessi orð. Það er ekki
vonlaust um nokkurn mann eða ungling, ef Jesús tekur í hönd
hans og reisir hann upp.