Norðurljósið - 01.01.1967, Page 139
NORÐURLJÓSIÐ
139
Lækning á efasemdum.
Efast þú um þetta? Efast þú um, að Jesús frá Nazaret sé sá
Guð, sem elskar þig og vill koma þér í kynni við sig? Sé það
svo, þá ert þú í sporum hans Natanaels, unga mannsins, er
sagði forðum: „Getur nokkuð gott verið frá Nazaret?“ En Jes-
ús mætti honum, fann ekkert að efa hans, en sagði: „Sjá, sann-
arlega er þar Israelsmaður, sem ekki eru svik í.“ Falslaus ein-
lægni er alltaf Kristi að skapi, og hann var ekki lengi að sann-
færa Natanael um, ’hver hann væri. Og þá sagði Natanael við
hann: „Meistari, þú ert Guðs-sonurinn, þú ert ísraels-konungur-
inn.“ Það er til einföld og örugg leið til að losna við efasemdir
og jafnvel hreina vantrú. Hún er sú, að koma til Krists. Hann
er hér og vill finna þig. Hann gerir þér, sem efast eða trúir ekki
á hann, þetta tilboð: „Ef sá er nokkur, sem vill gera vilja hans
(það er Guðs), hann mun komast að raun um, hvort kenningin
er frá Guði, eða ég tala af sjálfum mér.“ (Jóh. 7. 17). Taktu
nýja testamentið, lestu það með þeim einlæga ásetningi, að trúa
því, sem þú sérð, að satt er, og að breyta eftir því, sem þú sérð,
að er rétt, því að það er vilji Guðs, að við gerum rétt. Sjáðu,
hver verður árangurinn.
Ég sagði í upphafi erindis míns frá Jóni Rockefeller og hvern-
ig komið var fyrir honum. Spurningin vaknar, hvort Meistarinn
hafi ekki mætt honum á andvökustundum? Eitt er vist: Rocke-
feller breytti um stefnu. Hann sneri sér að því að gera vilja Guðs
með því að gera öðrum gott. Hann sneri sér frá eigingirni og
peningagræðgi að kærleika til náunga sinna, og þá sneri Guð við
högum hans. Heilsan horfna kom til hans aftur. Hann, sem var
dauðvona maður, þegar hann var 53 ára gamall, var orðinn 98
ára, þegar hann dó.
„Snúið yður til mín og látið frelsast,“ segir Drottinn. „Snúið
yður til mín, þá sný ég mér til yðar,“ segir hann. Meistarinn kom
til Mörtu og Maríu. Þá komu þær til hans, og hann sneri grát í
gleði, sorg í sælufögnuð. Hann fyrirgaf konunni bersyndugu og
gaf efasemdamanni trú. Hann gerbreytti lífi manna forðum.
Hann gerir það enn í dag: Meistarinn er hér. Hvað vilt þú, að
hann geri fyrir þig? Þarft þú ekki, að hann taki í hönd þína?
Er ekki sjálfsagt að segja honum frá því? Gerðu það, gerðu það
NÚ.
-x-