Norðurljósið - 01.01.1967, Qupperneq 140
140
ABRAHAM
(I. Mósebók, 11.—25. kap.).
NORÐURLJÓSIÐ
Líf Abra'hams, trú og öll breytni, er slíkt, að ekki er vafi á,
að það er mikiS og alveg sérstakt GuSs kraftaverk. Trú h'ans á
GuSi er svo örugg og staSföst í hvaSa kringumstæSum sem er
og hvaS sem Guð segir við 'hann, traust hans á orðheldni Guðs
er svo algert, og hlýðni hans við tilmæli Guðs og fyrirmæli er
svo afdráttarlaus, að undrun vekur. Til dæmis um þetta skal
í það vitna, sem stendur í Hebr. 11., 17.—19.: „Fyrir trú fórn-
færði Abraham Isak, er hann var reyndur, og sá fórnfærði einka-
syni sínum, er fengið hafði fyrirheitin, Ihann, sem við hafði ver-
ið mælt: Afkomendur ísaks einir munu taldir verða niðjar þín-
ir. Því >að hann hugði, að Guð væri og máttugur að vekja upp
frá dauðum, og fyrir því má svo að orði kveSa, að hann heimti
hann aftur úr helju.“ (Sjá I. Mós. 22. kap.). Abraham hafði
áður kynnzt mætti og orðheldni Guðs um að gera það, sem fyrir
manna sjónum virtist ekki mögulegt, að orðið gæti, er Guð hét
þeim Abraham og Söru konu hans, að þau mundu eignast son,
og það þegar Abraham var orðinn gamall og Sara hnigin á efra
aldur. Við þá tilkynningu Guðs til Abrahams virðist Sara hafa
efazt, a'llra fyrst. En GuS sagði: „Er Drottni nokkuð ómáttugt?“
GuS uppfyllti fyrirheitið, og Abraham fulltreysti Guði, nú og
síðar. (I. Mós. 18.).
Trú Abráhams kom fram í hlýðni hans og fullkomnaðist af
hlýðni hans — fyrir Guðs náð. (Jakobs 'bréf 2. 22.). „Því að
það er Guð, sem verkar í yður bæði að vilja og framkvæma sér
til velþóknunar,“ stendur í Filippíbréfinu 2. 14., og það á jafnt
við um Abraham spámann eins og aðra Guðs trúuðu, að allt,
sem menn gott og rétt gera, er að uppruna sínum frá Guði. Kraft-
urinn til hins góða er allur frá Guði og viljinn til hins góða er
það sömuleiðis. En þegar rangt er gert, stafar það af ónógu sam-
bandi við orkustöð hins góða — Guð.
Um hlýSni Abrahams, sem þá hét Abram, er þannig skýrt frá
í I. Mós. 12.: „Og Drottinn sagði við Abram: Far þú burt úr
landi þínu og frá ættfólki þínu og úr húsi föður þíns, til lands-
ins, sem ég mun vísa þér á. Og ég mun gera þig að mikilli þjóð
og blessa þig og gera nafn þitt mikið, og blessun skalt þú vera.
Og ég mun blessa þá, sem þig blessa, en bölva þeim, sem þér for-
mælir, og af þér skulu allar ættkvíslir jarðarinnar blessun hljóta.“