Norðurljósið - 01.01.1967, Side 142
142
NORÐURLJÓSIÐ
í trúarefnum and'legur faðir þeirra, sem trúa á Krist, fyrr og síð-
ar. Ætla mætti því, að kristnir menn hefðu þá afstöðu til Guðs,
að þeir bæru mikla virðingu fyrir og elsku til slíks „ástvinar
Guðs,“ iþegar þeim er ljós orðin náð Guðs í Jesú Kristi, vegna
óverðskuldaðrar elsku Guðs til manna. Og gleymum því ekki,
að Guð sagði við Abraham: „Eg mun blessa þá, sem þig blessa,
en bölva þeim, sem þér formælir . . . .“ (I. Mós. 12. 3.). Það er
mikils virði fyrir trúaða, kristna menn að kynna sér vel alla sögu
Abrahams og ummæli biblíunnar um hann, og þá ekki sízt nýja-
testamentisins með samanburði við I. Mósebók, og reyna að öðl-
ast réttan skilning á þeirri kennslu í myndum, sem Guð setur þar
fram. Því að útskýringar ntm. á sögum og spádómum gamla-tm.
verður að skoða sem komnar frá Jesú Kristi sjálfum, því að hann
útlagði, eftir að hann var upp risinn, allt í ritningunum, það er
hljóðaði um hann, fyrir lærisveinum sínum. (Lúk. 24.; Post.
1. 3.; Gal. 1. 11. og 12.). Það ber því að brýna fyrir trúuðum,
að menn lifi sig inn í og reyni með Guðs hjálp að skilja hið
mikla innihald, sem Guð hefir lagt inn í kraftaverkið, sem er líf
og trú og hlýðni Abrahams, spámanns Guðs, sem hvergi ber
skugga á og Guð hefir fyrirhugað börnum sínum til lærdóms og
uppbyggingar og leiðbeiningar. En til þess að svo megi verða,
þurfa lesendur Orðsins — ritningarinnar — að biðja Guð föð-
urinn um leiðbeiningu og uppfræðingu Anda hans og um náð til
að taka í auðmýkt á móti uppfræðingu Guðs um hans ráðsálykt-
un.
Þökk sé Guði fyrir hans óumræðilegu gjafir og fyrirheit.
Ólafur Tryggvason, Kothvammi, V.-Hún,
----------x---------
SVERÐ MALANS
Alkunnur trúboði var uppi fyrir svo sem einni öld. Hann hét
Sesar Malan. Hann var sá maður, sem Guð notaði, þegar Char-
lotte Elliott sneri sér til Krists. Hún var höfundur sálmsins „Just
as I am,“ — Svo aumur sem ég er, til þín.
Malan var eitt sinn á ferð með langferðavagni. Þar voru marg-
ir farþegar. Malan stytti sér stundir með því að lesa í biblíunni.
Þetta líkaði einum farþega illa. Hann lét orð falla í þá átt, að