Norðurljósið - 01.01.1967, Síða 144
144
NORÐURLJÓSIÐ
Vilt þú rita undir þetta?
Prédikarinn, Grey að nafni, hneppti að sér frakkanum og lét
á sig hanzkana. Klukkuna vantaði 20 mínútur í 9.
Húsvörðurinn beið til að loka salardyrunum, er prédikarinn
gekk til dyra. En þar í forsalnum stóð ung stúlka, sem sagði við
hann:
„Viljið þér gera svo vel að leyfa mér að tala við yður? Mér
líður svo illa.“
Andartak hikaði Mark Grey. Ef hann missti af lestinni, sem
átti að fara fimm mín. yfir níu, var ekki önnur lest fyrr en kl.
10.20. Hik hans stóð ekki lengi. Hann leiddi stúlkuna aftur inn
í salinn.
„Hvað amar að vður?“ spurði hann vingjarnlega.
Varir stúlkunnar titruðu. „Eg hefi sótt allar samkomurnar,“
sagði hún. „Á hverju kvöldi hefi ég sagt við sjálfa mig: „Á
morgun skal ég áreiðanlega finna frið,“ en ég hefi ekki fundið
hann, og samkomurnar eru húnar. O, getið þér ekki sagt mér,
hvað ég á að gera? Hvað, sem það er, skal ég gera það.“
Hann horfði á hana hryggur á svip. „Kæra, unga stúlka,“
sagði hann, „á hverri samkomu hefi ég leitazt við að sýna fram
á, hvernig Guð hefir af náð sinni gefið einkason sinn til að
deyja á krossinum á Golgata sem fórn fyrir syndir ökkar til að
útiloka, að við þyrftum nokkuð að gera. Gjaldið var greitt. Við
þiggjum þetta af gnóttum náðar hans. Viljið þér ekki taka víð
GJOFINNI, sem hann býður yður? Hugsið um kærleika hans
til yðar.“
Tár komu í augu herinar. „Eg elska hann áreiðanlega,“ sagði
hún.
„Takið þá á móti gjöf kærleikans."
Hún hikaði við. „Þetla sýnist vera of einfalt.“
Ilann tók upp vasabók og ritaði með blýanti nokkur orð á
blað, sem hann hafði rifið úr og rétti svo stúlkunni.
„Viljið þér skrifa nafnið yðar undir þetta?“ spurði hann.
Hún tók við blaðinu og las þar: „Hinn 20. nóvember tók ég
á móti Drottni Jesú sem frelsara mínum.“
Hún rétti honum blaðið aftur og hristi höfuðið.
„Mér lízt ekki á það,“ muldraði hún.
Þegjandi reif hann úr bókinni annað lrlað, ritaði á það og
rétti henni. Hvílíkur reginmunur var á því, sem á blöðunum stóð.