Norðurljósið - 01.01.1967, Qupperneq 147
NORÐURLJOSIÐ
147
Anda og klæddi þá krafti frá hæðum. Þetta veitti hann Hauge
einnig. Þess vegna höfðu orð hans kraft, sem sneri fólki frá van-
trú, löstum og drykkjuskap, gerði það að nýju fólki.
Án þessa tvenns, sem hér var nefnt, verður „lífsins brauð að
dauðans steinum,“ þótt jafnvel hálærður guðfræðingur flytji það.
Notar frelsaða fólkið úrklippur úr ritningunni í kenningakerfi
sitt og sleppir það því, sem ekki passar í kerfið? Svo segir sr. B.
„Margur heldur mann af sér,“ sannast þar. Þetta er aðferð hans
sjálfs og skoðanabræðra hans. Þeir taka allt úr ritningunni, sem
fellur ekki í kenningaramma þeirra, svo sem guðlegan uppruna
heilagrar ritningar, guðdóm Krists, friðþæging hans og líkam-
lega upprisu. Nú er boðað fullum fetum í Ameríku, að Guð sé
dáinn! Það er beint framhald af hinu. Þar er einnig verið að
reyna að stofna guðlausan kristindóm. Þar á að halda siðfræði
kristninnar, en þurrka út hið yfirnáttúrulega. GuSjræSingar
standa fyrir þessum stefnum eða hreyfingum, en ekki lítt mennt-
aðir bændur. Slíkt guðfræðimyrkur er öllu náttmyrkri verra.
Það er gott að hafa ljós, þegar myrkt er. Það er gott að þekkja
Hann, sem sagði: „Ég er Ijós heimsins. Hver sem fylgir mér, mun
ekki ganga í myrkrinu, heldur hafa ljós lífsins.“ Kristur getur
lýst upp myrkvaðan mannshugann, ef maðurinn þráir ljós og leit-
ar þess í hinni einu bók, sem Guð hefir gefið mönnunum: í heil-
agri ritningu. Þangað leitaði Hauge. Þar fann hann ljósið, sem
Kristur lét skína inn í hjarta hans. Frá Hauge skein það svo um
allan Noreg og víðar þó.
Sá tími kom, að bæði biskup, prófessorar og prestar komu að
heimsækja Hauge nokkru eftir, að varðhaldsvist hans lauk. Aðrir
embættismenn sóttu hann einnig heim. Þannig sigraði Ijósið
myrkrið og mun sigra, — nema hjá þeim, sem vísvitandi og af
ráðnum huga snúa sér frá því og segja eins og blindi maðurinn
í sögunni „í landi blindingjanna“: „Það er ekkert til í heimin-
um, sem heitir ljós.“
13. nóvemher 1966
(Úr íslendingi 29/12 1966) — S. G. J.
-x-