Norðurljósið - 01.01.1967, Side 149
NORÐURLJOSIÐ
149
herbergi, þar sem hann talar við fólk, sem vill leita Krists, og
leiðbeinir því.
(Þýtt úr Scripture Gift Mission BuMetin, marz-apríl 1967).
----------------------x--------
Hallæri og liungurdauða afstýrt
Óskaplegir þurrkar herjuðu á Suður-Afríku. Þeir náðu alla
leið norður að Kenya. Þegar komið var fram í janúar 1966,
voru stór landssvæði eydd af völdum þeirra. Bændur, sem rækt-
uðu maís, höfðu beðið tjón, sem nam 6000 milljónum króna.
Þetta var aðeins í Suður-Afríku lýðveldinu. Margar þúsundir
nautgripa höfðu farizt af þorsta. Ástandið meðal negra-þjóðanna
var afskaplegt. Þeirra virtist bíða að verða hungurmorða.
Þegar svo var komið, skipaði ríkisstjórnin, en í henni voru
guðhræddir menn, að þjóðin skyldi halda almennan bænadag og
biðja um regn. Verzlunum, bönkum og skrifstofum var lokað,
meðan forsætisráðherrann, dr. Vervoerd, og Swart, forseti, leiddu
landið í heitu ákalli til almáttugs Guðs.
Þetta gerðist þriðjudaginn 18. janúar 1966. Daginn eftir byrj-
aði að rigna á ýmsum svæðum í Suður-Afríku. í Orange frírík-
inu, sem orðið hafði einna verst úti, féllu 7.5 cm af regni úr
loftinu á einni kluk'kustund! Guð hafði enn einu sinni sýnt trú-
festi sína með því að svara auðmjúkri trúarbæn.
Öll þjóðin ákallaði Guð, og svarið frá himnum kom þegar í
stað. Regnið hreiddist yfir landið. Mönnum og málleysingjum
var borgið. (Þýtt úr „The Flame“ no. 2 1966).
--------x--------
Kreppu og atvinnuleysi afstýrt
Dimman morgun fyrir hundrað og tíu árum lagði maður af
stað til skrifstofu sinnar í strætisvagni, sem dreginn var af hest-
um. Hún var í Fultonstræti í New York.
Á leiðinni las hann í dagblaði. Fréttirnar, sem hann las, voru
ekki glæsilegar. Landið var í helgreipum fjárhagslegrar kreppu.
Kaupsýslufyrirtæki voru að hætta. Laun voru orðin lág. Þús-
undir manna gengu um göturnar atvinnulausir. Ástandið var
sannarlega alvarlegt.