Norðurljósið - 01.01.1967, Side 150
150
NORÐURLJ ÓSIÐ
Eins og margir aðrir las Lanthier þessar svartsýnu og skelf-
andi fregnir og fékk áhyggjur af þeim.
Hver var þessi Lanthier? Var hann einhver stórlax í iðnaðin-
um? Ekki var hann það. Var hann þá stórmenni á stjómmála-
sviðinu? Því fór víðs fjarri. Hann var ekkert nema skrifstofu-
maður í skrifstofu í Fultonstræti. En eitt var þó, sem einkenndi
hann: Trú hans á 'bæn. Skyndilega datt honum eitthvað í hug,
meðan þau áhrif vöruðu, sem ömurlegar fréttir blaðsins höfðu á
hann.
Sama daginn sendi hann stutta tilkynningu öllum þeim, sem
á kaupsýslusviðinu voru kunningjar hans. í tilkynningunni stóð,
að næsta dag á hádegi mundu hefjast daglegar bænastundir í til-
tekinni skrifstofu í Fultonstræti. Hann lét í ljós þá von, að þeir
gætu allir mætt þar.
Bænastundina fyrstu unditbjó hann þannig, að hann setti tutt-
ugu stóla í hring. Fyrsta daginn sat maður aðeins á einum þeirra.
Hann var Lanthier sjálfur. En þetta dró ekki kjarkinn úr honum.
Einsamall bað hann og beiddist þess, að geysileg breyting mætti
verða á honum sjálfum og í Bandaríkjunum. Daginn eftir bætt-
ust fáeinir við. Þriðja daginn voru öll sætin skipuð.
Menn þessir komu saman dag eftir dag. Innan skamms hófst
önnur slík bænastund í Wallstræti, þar næst í Williamsstræti og
svo á Broadway. Hreyfing þessi fór eins og fellibylur yfir Banda-
ríkin.
Bænahópar mynduðust alls staðar. Ekki leið á löngu, unz
komin var öflug trúarvakning. I kjölfar hennar fór hreinna sið-
ferði og meira andlegt líf meðal fólksins, sem hafði í för með sér
góða afkomu þess og framfarir.
Bandaríkin hafa sjaldan séð betur mátt sameinaðra bæna og
trúar. En þetta hófst allt með einum manni, venjulegum skrif-
stofumanni, sem sleppti lausum geysimætti bænarinnar.
Það, sem Lanthier gerði, sýndi forna grundvallarreglu: Þú
getur breytt ævi þinni og ég minni, og i sameiningu getum við
breytt heiminum um’hverfis okkur.
í raun réttri þurfum við ekki annað en að ná taki á Guði með
bæn. Eða, sem er enn betra: að Guð nái taki á okkur.
(Þýtt úr Sword of the Lord, en prentað þar eftir
I. II. Convention Herald).
-x-