Norðurljósið - 01.01.1967, Page 152
152
NORÐURLJ ÓSIÐ
og sárbað minn himneska Föður fyrir sakir Krists, að leiðbeina
mér í þessum erfiðu kringumstæðum. Eg bað hann fyrir vísdóms
Anda sinn, að opna mér leið til að framsetja svo hjálpræðisveg-
inn, að þessi vesalings vegfarandi í myrkrinu gæti skilið hann.
Ég þagði nokkur andartök, meðan ég bað innra með mér. Ég
horfði með djúpri áhyggju á þennan aumstadda mann fyrir
framan mig. Mér kom í hug, að ég skyldi rannsaka, hve langt
gáfur hans eða skilningur næðu á öðrum sviðum .... Ég horfði
á hann með meðaumkunaraugum, því að ég kenndi sannarlega í
brjósti um hann. Ég held, að hann hafi séð samúðina í augnaráði
mínu. Hann varð mýkri í viðmóti, þegar ég sagði: „Vesalings
piltur minn, ég er hræddur um, að þú þjáist mikið.“
„Já, ég þjáist mikið. Hóstinn tekur frá mér andardráttinn og
bakar mér sársauka.“
„Hefir þú haft þennan hósta lengi?“ spurði ég.
„O-já, nærri því ár núna.“
„Hvernig fékkstu hann? Ég hélt, að Kerry piltur væri kulda
vanur, svo að kalda loftið biti ekki á hann.“
„Æ,“ svaraði hann, „það var líka svo með mig, þangað til
þessa hræðilegu nótt. Það var um þetta leyti í fyrra, að eina
kindina vantaði. Faðir minn á fáeinar kindur hér í fjöllunum,
og á þeim lifum við. Þegar hann taldi þær um kvöldið, vantaði
eina, og hann sendi mig til að leita að henni.
„Þú hefir vafalaust,“ svaraði ég, „fundið breytinguna að koma
úr þessari hlýju frá svarðareldinum út í kaldan fjallavindinn.“
„0, ég fann hann; það var snjór á jörðu, og kuldinn næddi í
gegnum mig. En mér stóð á sama um það, mér var svo annt um
að finna kindina hans pabba.“
„Og fannstu hana?“ spurði ég með vaxandi áhuga.
„O-já, en ég varð að ganga lengi og þreyttur, en ég stanzaði
aldrei fyrr en ég fann hana.“
„Hvernig komstu henni heim? Það hefir orðið erfitt fyrir þig,
þori ég að segja. Vildi hún elta þig?“
„Ég þorði ekki að treysta henni til þess. Auk þess var hún upp-
gefin, svo að ég tók hana á herðarnar og bar hana þannig heim.“
„Urðu ekki allir heima glaðir, þegar þeir sáu, að þú komst
með kindina?“
„Það voru þeir áreiðanlega,“ svaraði hann. „Pabbi, mamma
og fólkið umhverfis, sem hafði heyrt um tjón okkar, allir komu
næsta morgun til að spyrja um kindina, því að nágrannarnir eru
mjög góðir hver við annan í þessum efnum. Þeim þótti líka leitt