Norðurljósið - 01.01.1967, Side 153
NORÐURLjÓSIfi
153
að heyra, að ég hefði verið úti alla nóttina í myrkrinu. Það var
kominn morgunn, þegar ég kom heim, og upp úr þessu fékk ég
þetta kvef. Mamma segir, að mér batni ekki héðan af. Guð veit,
hvað er bezt. Eg gerði að minnsta kosti það, sem ég gat, til að
finna kindina.“
Þetta er dásamlegt, hugsaði ég, hérna er komin öll saga fagn-
aðarerindisins. Kindin er týnd. Faðirinn fer ekki sjálfur. Hann
sendir son til að leita hennar og bjarga henni. Sonurinn er fús
að fara. Hann líður allt án umkvörtunar, og að lokum fórnar
hann lífi sínu til að finna kindina. Þegar hann hefir fundið hana,
ber hann hana heim á herðum sér til hjarðarinnar og fagnar með
vinum sínum og nágrönnum yfir kindinni, sem var týnd, en er
aftur fundin. Bæn minni var svarað. Mér var leiðin greið. Og
fyrir náð Guðs hagnýtti ég tækifærið.
Ég útskýrði nú fyrir þessum vesalings, deyjandi pilti veg hjálp-
ræðisins og notaði sjálfs hans einföldu og áhrifamiklu sögu. Ég
las fyrir honum Lúk. 15. söguna af týnda sauðnum, þar sem um-
hyggju hirðisins fyrir villuráfandi sauðkind er svo fagurlega
lýst. Hann skildi á augabragði, hvað þetta var líkt, og fylgdist
með mér af mesta áhuga, meðan ég skýrði fyrir honum fulla
merkingu sögunnar.
Af miskunn sinni opnaði Drottinn skilning hans og einnig
hjarta hans. svo að hann veitti því, sem talað var, móttöku.
Sjálfur var hann týnda kindin, Jesús Kristur var góði hirðirinn,
sem sendur var af föðurnum til að leita hans. Hann yfirgaf gleð-
ina í himneskri dýrð Föðurins, kom niður til jarðar og leitaði
hans og annarra, sem eins var ástatt um. Eins og hann sjálfur
hafði þolað frostið, snjóbylinn og nístandi vindinn möglunar-
laust, þannig hafði blessaður frelsarinn þolað hörð mótmæli
gegn sér af syndurum, bitra háðið og móðganirnar, sem hellt var
yfir hann. Þó lauk hann ekki upp munni sínum til að mæla eitt
umkvörtunarorð og dó að lokum, til þess að bjarga okkur frá
tortímingu og flytja okkur óhult heim í eilífa heimilið okkar.
Hann treystir ekki heldur sínum elskuðu, sem hann hefir bjarg-
að, til að ganga hættulegu brautina án hans. Hann ber þá fagn-
andi á herðum sér til heimkynna himinsins.
Vesalings sjúki pilturinn virtist teyga þetta sem svaladrykk.
Hann veitti því öllu viðtöku; hann skildi það allt. Ég hefi aldrei
séð skýrar kraft heilags Anda til að heimfæra orð Guðs.
Eftir þennan fyrsta fund okkar lifði hann í fáeina daga. Ég
hafði engan tíma til að lesa eða skýra fyrir honum nokkurn ann-