Norðurljósið - 01.01.1967, Síða 154
154
NORÐURLJÓSIÐ
an kafla í ritningunni .... Hann dó í friði, nálega fagnandi, og
síðustu orðin á vörum hans voru nafn Jesú, frelsara míns og
hirðis míns.
„Manns-sonurinn er kominn til að leita að hinu týnda og frelsa
það.“ /. N. Darby.
(Þýtt úr „Things Concerning Himself.“)
--------x---------
GÓÐUR BRÓÐIR
Bóndi nokkur af brezkum ættum bjó í fylkinu Maine í Nýja-
Englandi fyrir löngu. Höfðu þrjár kynslóðir verið uppi síðan,
er saga þessi var skráð. Bóndinn átti tvo sonu. Jói var 14 ára,
en Tumi var um tveimur árum yngri. Eitt af verkum Tuma var
það, að taka niður spýtur í hliðinu að hlöðugarðinum, þegar
kýrnar komu til að vera mjólkaðar; láta þær upp aftur, meðan
mjólkað var; láta þær niður, þegar þær fóru út eftir mjaltir, og
svo loks að láta þær upp, þegar kýrnar voru komnar út. Þetta
þurfti hann að gera kvölds og morgna: láta spýturnar fjórum
sinnum niður og fjórum sinnum upp daglega. Það fannst Tuma
heldur mikið og reyndi að finna leiðir til að fækka þessum
flutningum upp og niður. Voru spýturnar stundum skildar eftir
niðri, ]>egar þær áttu að vera uppi, og varð af þeim sökum þá
nokkuð hvasst inni í húsinu hjá föður hans, þegar kýrnar ollu
skemmdum.
Þegar þetta hafði gerzt mörgum sinnum, þá sagði faðir Tuma:
„Tumi, næst þegar þú skilur spýturnar eftir niðri, ætla ég að
flengja þig; og þú munt vita af flengingunni.“ Tumi gætti sín
vel um tíma. En tíminn fyrnir allt, og svo fór, að eitt kvöld i
rökkrinu skildi hann spýtumar eftir niðri, þegar þær hefðu átt
að vera uppi. Hinar skepnurnar komu og unnu talsverð skemmd-
arverk. Faðir Tuma var svipþungur, en sagði ekkert um kvöldið.
Næsta morgun gekk hann nokkurn spöl frá bænum og tók að
snúa þar heyi. Þá kom Jói, eldri drengurinn, til hans, og vildi
fá að tala við hann.
Faðir hans sá hann ekki fyrst, svo að Jói beið. Loks sagði
faðirinn: „Jæja, Jói, hvað er það?“
Jói mælti feimnislega: „Pabbi, ég vil ekki, að Tumi sé flengd-
ur.“
Faðir hans sagði: „Ég verð að flengja Tuma. Hann hefir gert