Norðurljósið - 01.01.1967, Page 155
NORÐURLJÓSIÐ
155
það, sem rangt var, og hann verður að læra að hlýða. Enginn
verður sterkur án hlýðni.“
„Jæja, pabbi,“ sagði Jói og tvísteig af feimni, „lastu ekki í
bibliunni í morgun: ,Hann var særður vegna vorra synda‘?“
Faðir hans leit upp og mælti: „Þú hefir gott minni, drengur
minn. Um hvað ertu að hugsa?“
Jói roðnaði og sagði: „Eg vil taka á mig helminginn af fleng-
ingunni.“
„Nei, ég get ekki leyft þér að gera það,“ sagði faðir hans.
„Tumi hefir gert rangt.“
Undan loðnum augabrúnum leit hann hvasst á Jóa og sagði:
„Sendi Tumi þig hingað með þessa uppástungu?“ Hann þekkti
skapferli Tuma, en hann var ekki með í þessu samt.
„Farðu og sæktu Tuma,“ sagði faðir hans. Jói fann hann, þar
sem hann sat framan við anddyrið á hvítmálaða sveitabænum.
Hann var með skólabækurnar, en hugur hans var ekki hjá þeim
bundinn. Hann var bundinn við það, sem í vændum var.
„Tumi, pabbi segir, að þú eigir að koma ofan eftir til sín,“
sagði Jói. Þegar þeir komu þangað, stóð faðir þeirra og studd-
ist við heykvísl sína í þungum hugsunum. Jói sagði: „Pabbi,
Tumi er kominn.“
Andlitið á Tuma var ráðgáta, en beiskja var í svipnum. Á
drengjamáli var hann „vitlaus af reiði.“
Faðir Tuma sagði þá mjög þýðlega: „Tumi, manstu eftir því,
að við morgunbænir í morgun las ég orðin: ,Hann var særður
vegna vorra synda‘?“
Tuma kom þetta alveg á óvart. Þetta var óvænt árás, og hér
var hann alveg varnarlaus. Hann roðnaði og sagði: „Já, herra.“
„Jæja, Tumi, Jói segir, að hann skuli taka á sig hálfa fleng-
inguna.“ Þið hefðuð átt að sjá svipinn á Tuma þá. Hann varð
allur mýkri og mildari.
Tumi sneri sér á hæli, lagði armana um hálsinn á Jóa og
mælti: „Nei, Jói, þú mátt ekki gera þetta.“ Síðan sneri hann sér
að föður sínum og mælti: „Ég veit, að ég hefi gert rangt, herra.
Eg er tilbúinn að taka á móti flengingunni, herra.“
En faðir þeirra var orðinn voteygur og röddin ekki sterk, þeg-
ar hann sagði: „Jæja, drengir, það verður engin flenging þessa
stundina. En mundu það, Tumi, að í næsta sinn, sem spýturnar
eru skildar eftir niðri, þá er boð Jóa í fullu gildi. Þið megið
fara núna, drengir.“
Aður en þeir fóru, gerði Tumi eitthvað, sem óvanalegt var,