Norðurljósið - 01.01.1967, Page 156
156
NORÐURLJÓSIÐ
að drengur í Nýja-Englandi gerði. Hann sagði: „Pabbi, má ég
kyssa þig?“ Síðan fóru drengnirnir aftur heim í húsið.
Það var Tumi, sem sagði mér þessa sögu sjálfur. Þá var hann
orðinn fullorðinn. Tumi sagði, að spýturnar hefðu aldrei legið
niðri eftir þetta. Tilboð Jóa, kærleikur Jóa, héldu honum föstum
við skyldustarf sitt.
Hvernig eru spýturnar hjá þér? Jesús bauðst ekki til að taka
á sig hálfa hegninguna, sem okkur bar. Því fór fjarri. Hann tók
hana alla. „Fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir.“ Þegar sú
hugsun nær tökum á þér, að hann dó fyrir þig, þá munt þú halda
spýtunum uppi stöðuglega. S. D .Gordon.
(Þýtt úr „Things Concerning Himself“).
---------x---------
Enginn til að gefa honnm vatnsdropa
Unglingspiltur í sjúkrahúsi í Indlandi ritaði fyrir nokkru bréf-
ið, sem hér kemur á eftir:
„Mér þykir vænt um að fá smáritin ykkar og guðspjöllin. Eg
er munaðarlaus piltur og ligg í berkladeildinni í indversku
sjúkrahúsi. Ég er máttlaus í báðum fótum. Þeir eru ekkert nema
skinnið og beinin vegna hryggberkla, sem ég hefi. Þetta er ní-
unda ár þjáninga minna og þrenginga, og ég hefi grátið dag og
nótt yfir glataðri heilsu minni. A meðan ég hefi þjáðst mikið af
kvölum, hafa foreldrar mínir dáið. Ég er alger einstæðingur nú
og á engan að, jafnvel ekki til að gefa mér vatnsdropa í sárustu
neyð minni. Allir þessir sorglegu athurðir hafa valdið mér bitr-
ustu þjáninga um dagana, og ég er svo þakklátur ykkur fyrir að
senda mér boðskap fagnaðarerindisins. Fyrir það hefi ég lært
að þekkja Drottin Jesúm sem eiginn frelsara minn. Ég get ekki
skýrt það, en sú reynsla 'hefir lyft mér upp bæði á sál og huga.
Nú stjórna ég bænasamkomum fyrir sjúklingana. Margir aðrir
sjúklingar í sjúkrahúsinu koma og setjast í kringum rúmið mitt.
Árangurinn af þessum samkomum er sá, að sumir þeirra hafa
komið til Krists. Getur slík manneskja eins og ég er gert nokkuð?
Ég bið ykkur innilega að biðja fyrir mér, að ég megi leystur
verða úr sérhverjum fjötrum Satans og lifi eins og Lausnara
mínum hæfir.“
(Úr „The Flame. 3.-4., 1967).