Norðurljósið - 01.01.1967, Síða 158
158
NORÐURLJ ÓSIÐ
Molar frá borði Meistarans
(Greinir handa lœrisveinum Krists).
1. Samfélag.
Sú saga er sögí>, að prestur nokkur var óánægður yfir því, að
hann sá, að gamall maður, illa til fara, gekk inn í kirkjuna dag-
lega kl. 12 á hádegi og kom út aftur eftir örfáar mínútur. Hvað
gat hann verið að gera? Það var ýmislegt dýrmætt geymt í
kirkjunni.
„Ég fer þ angað inn til að biðja,“ sagði gamli maðurinn, þeg-
ar kirkjuvörðurinn spurði hann eftir þessu.
„Heyrðu nú,“ sagði kirkjuvörðurinn, „þú ert aldrei nógu lengi
inni í kirkjunni til þess að biðja.“
„Jæja, þú skilur það,“ sagði gamli maðurinn illa búni, „að ég
get ekki beðið langrar bænar. En á hverjum degi klukkan 12 kem
ég hingað og segi aðeins: „Jesús, það er Jim!“ Síðan bíð ég í
mínútu og fer svo burt. Þetta er lítil bæn, en ég býst við, að hann
heyri til mín.“
Nokkru síðar varð Jim fyrir slysi og var fluttur í sjúkrahús.
Hann hafði mjög góð ábrif á alla í sjúkrastofunni. Möglandi
sjúklingar urðu hýrir á svipinn, og stundum kvað sjúkrastofan
við af hlátrum.
„Heyrðu, Jim,“ sagði hjúkrunarkonan við hann dag nokkurn.
„Piltarnir segja, að það sé af þínum völdum, að þessi breyting
er orðin hér í sjúkrastofunni. Þeir segja, að þú sért alltaf glaður.“
„Já, systir, það er ég. Ég get ekki gert að því, þótt ég sé glað-
ur. Það er að þakka gestinum mínum. Hann gerir mig glaðan á
hverjum degi.“
„Gestinum þínum?“ Hjúkrunarkonan skildi ekki upp eða nið-
ur. Hún hafði veitt því eftirtekt, að stóllinn hjá rúmi Jims var
alltaf auður á heimsóknardögum. Jim var gamall og einmana
maður, sem enga ættingja átti. „Gesturinn þinn? Hvenær kemur
hann?“
„A hverjum degi,“ svaraði Jim, og Ijósið í augum hans varð
skærara. „Já, daglega kl. 12 kemur hann og stendur við fótagafl-
inn á rúminu mínu. Ég sé hann, og hann brosir og segir: ,Jim,
það er Jesús‘.“ William Aitlcen.
(Þýtt úr „Things Concerning Himself“).