Norðurljósið - 01.01.1967, Síða 159
NORÐURLJÓSIÐ
159
2. Samtíningur.
ÚR RITUM EFTIR DR. R. A. TORREY.
(FœSa handa trúuðu fólki á ýmsum þroskastigum. Gott að taka
ekki of stóran skammt í einu. — Ritstj.)
Það er stórkostlegt, að uppspretta gleðinnar sé hið innra með
þér sjálfum; ekki í umhverfi þínu, ekki í kringumstæðum þín-
um, ekki í eignum þínum, heldur sé uppsprettan í hjarta sjálfs
þín.
Margir missa af leiðbeiningu Guðs, af því að þeir hraða fram-
kvæmdum sínum of mikið. (Staðfest af reynslu minni. Ritstj.).
Hefðu þeir beðið, unz Guð hafði sýnt þeim greinilega, með upp-
ljómun heilags Anda, hvað þeir áttu að gera, hefðu þeir komizt
hjá glappaskotum, sem höfðu tjón í för með sér.
Sérhver maður, sem neitar guðdómi Krists, ákærir hann í raun
og veru um guðlast og svik. Þegar allt kemur til alls: sá maður,
sem neitar guðdómi Krists, réttlætir þá, sem krossfestu hann.
Andlegt líf, sem lifað er eftir margs konar reglum, er líf í þræl-
dómi. Fyrr eða síðar hlýtur maðurinn að brjóta eina eða fleiri af
þessum reglum, sem menn hafa sett, og þar með er hann fallinn
undir sök. Hið sanna, kristna líf er í trausti barnsins, glatt og
óttalaust. Slíku lífi stjórna ekki reglur, heldur leiðbeining heil-
ags Anda sjálfs, sem dvelur í hjartanu og stýrir hverri hræring
vors innra lífs.
Leyndardómurinn sá, að vera líkur Kristi, er allur fólginn í
því, að vér verðum að líta á oss sjálf sem dáin: vér verðum
að hætta öllum eigin tilraunum að vera lík Kristi; vér verðum
að vantreysta vorum eigin mætti jafnmikið og vér vantreystum
veikleika vorum eða synd, og í staðinn fyrir að berjast við að
vera lík Kristi, látum vér Krist lifa í oss, og það þráir hann
mikillega að gera.
Ein afleiðing þess, að ganga með Guði, er hreinleiki hjartans
og lífernisins. Ekkert hefir eins hreinsandi áhrif á oss sem með-
vitundin um nálægð Guðs.
Geymir þú ekki í minningum þínum hrifningarstund. þegar
þú gekkst með jarðneskum vini, hlustaðir á hann, eða talaðir
við hann, vini, sem þú unnir meir en nokkurri annarri mann-
eskju? Hvílík sælustund! Þó er hún sem dauft bergmál eða end-
urskin þeirrar hrifningar, sem fæst með því að ganga með Guði.