Norðurljósið - 01.01.1967, Qupperneq 160
160
NORÐURLJÓSIÐ
Óhagganleg vísindi manna í dag verða hugsandi mönnum
hlátursefni á morgun. En hugsun Guðs breytist aldrei. Hún er
ávallt hin sama og er ávallt sönn. Hve heimskulegt er þá ekki, að
hafa skipti á óbreytanlegu, eifífsönnu orði Guðs, — hans, sem er
eilífur og eilíflega óbreytanlegur, ■—■ fyrir síbreytilegar, vísinda-
legar og heimspekilegar kenningar síbreytilegra manna!
Margt fólk, sem játar trú á Krist, geymir skurðgoð í hjörtum
sínum. Það kannast ekki við, að þetta séu skurðgoð. Þau eru
það samt. Allt, sem oss er annt um, ef vér viljum ekki sleppa því
vegna Krists, það er oss skurðgoð, og það hindrar oss, er vér
viljum nálgast Guð.
Þegar vér nálgumst Guð til að biðja um nýjar blessanir, þá
eigum vér ekki að vanrækja að þakka fyrir þær blessanir, sem
vér höfum áður þegið. Yafalaust er það ein ástæðan, hvers vegna
margar bænir vorar eru svo kraftlausar, að vér höfum vanrækt
að færa Guði þakkir fyrir þær blessanir, sem vér áður höfum
þegið.
Orð Guðs er djúp, sem enginn getur kafað til botns eða nokkru
sinni tæmt. Dýpi þess er ómælanlegt, en ekki vegna þess, hvernig
það er sett fram, heldur vegna þess, hve djúpar eru kenningar
þess. Enginn bók er eins blátt áfram og biblían. Ritháttur henn-
ar er svo skýr, að barn getur skilið hana. En sannleikur hennar
er svo djúpur, að enda þótt vér rannsökum biblíuna frá bernsku
til elliára, getum vér aldrei sagt, að vér höfum komizt til botnsins.
I átján aldir hafa menn verið að reyna orð Krists. Frá vöggu
til grafar hafa þeir verið að reyna þau orð. Orð Krists hafa stað-
izt raunina. Milljónir manna á milljónir ofan hafa reynt þau.
Aldrei nokkru sinni hafa þau brugðizt. Hvað megum vér þá
segja án nokkurs skugga af efa? Það, að aldrei muni nokkurt af
orðum Krists bregðast.
Hvað er að ganga með Guði? Það, að hafa stöðuga meðvit-
und um nálægð Guðs og að vera sér meðvitandi um samfélag við
hann. Þetta merkir, að sú hugsun er stöðugt nálæg okkur: „Guð
er hjá mér,“ og að vér erum að tala við hann alltaf öðru hvoru.
Ennfremur það, sem meira er, að vér séum að hlusta eftir því,
að hann tali við oss. I einu orði sagt: Gangan með Guði er raun-
verulegur, stöðugur félagsskapur við Guð, samfélag, sem vér vit-
um af.
Það er vafalaust satt, að vér getum verið í einrúmi í iðandi
manhhafi úti á strætum. Samt er gott að fylgja bókstaflega fyr-
irmynd Krists og vera aleinn með Guði. Ef þú hefir aldrei reynt,