Norðurljósið - 01.01.1967, Qupperneq 161
NORÐURLJOSIÐ
161
hvað það er, að krjúpa niður úti í skógi, þar sem enga manns-
rödd er að heyra, eða undir tré í þögulu stjörnuskini og horfa
þá með opnum augum í áttina að augliti Guðs, þá hefir þú farið
á mis við blessun, sem orð fá ekki lýst, þótt sérhvert Guðs barn
ætti að þekkja hana.
Heilagur Andi er ekki blind, ópersónuleg áhrif ein eða kraft-
ur, sem tekur sér bústað í hjarta þínu og mínu. Hann er persóna,
sem elskar oss, persóna, sem er heilög og ákaflega næm gagnvart
synd, persóna, sem hrekkur frá synd, — jafnvel í hennar sak-
lausustu mynd, eins og vér mundum segja, — miklu meir en hrein-
lifasta kona hrekkur frá synd í hennar grófustu mynd.
Enginn maður getur varðveitt líkamsþrótt sinn án áreynslu,
og enginn maður getur varðveitt andlegan kraft sinn án and-
legrar áreynslu. Hann verður að starfa eitthvað fyrir Meistara
sinn. Starfssamur kristinn maður er sterkur kristinn maður.
Starfssamur kristinn maður er kristinn maður, sem lagar sig eft-
ir fyrirmynd Drottins Jesú.
Guð hefir kallað sérhvern þann, sem trúir á Krist, til að lifa
sigursælu líferni. Leyndardómur sigursæla lífernisins er: að
vænta sigursins frá Kristi. Þegar vér treystum á Krist kross-
festan öðlumst vér fyrirgefning og frið. Þegar vér treystum á
Krist upprisinn, fáum vér stöðugan sigur yfir valdi syndarinnar.
Ef þú hefir misst sjónar af hinum upprisna Kristi, játaðu þessa
synd þína, og vertu viss um, að hún verður fyrirgefin. Þá mun
þér verða veitt á ný, að sjá Krist sem sigurvegara syndarinnar.
Náðarverk heilags Anda ætti að birtast ríkulega í líferni voru;
kraftur Andans ætti að birtast kröftuglega í starfi voru. Það eru
sérréttindi sérhvers trúaðs manns, að vera máttugur í þjónustu
sinni. Náð og kraftur standa oss öllum til boða: náð til að lifa
Kristi og kraftur til að starfa fyrir Krist.
Jesús krefst þess, að vér játum hann opinberlega. Hann krefst
þess vor vegna. Það er blessunarleiðin. Margir reyna að vera
lærisveinar Jesú án þess að láta heiminn vita það. Sú tilraun hef-
ir engum heppnazt ennþá. Lærisveinn í laumi endar með því að
vera alls enginn lærisveinn.
Ef vér göngum með Guði, mun fegurð hans lýsa meir og meir
og endurspeglast í líferni voru. Ljómi skein af ásjónu Móse, þeg-
ar hann hafði verið fjörutíu daga og fjörutíu nætur í samfélagi
við Guð. Þannig mun líka ævi okkar skína með himneskum
ljóma og dýrð, ef vér göngum stöðuglega með Guði.
Því meira sem þú gerir úr Jesú Kristi, því meira mun hann