Norðurljósið - 01.01.1967, Síða 165
NORBURLJÓSIÖ
165
þeirra, sem koma, eða segjast koma, til Jesú Krists.
Biblían hefir einstæðan kraft til að frelsa fólk. Hvaða bók
eða bækur hefir frelsað eins margt fólk og biblían frá synd og
löstum í öllum þeirra myndum, — frá ofdrykkju, eiturnautn,
holdsfýsn, ágirnd, fantaskap, skrælingjahætti, auvirðileik og eig-
ingirni? Einskisverðir drykkjurútar hafa breytzt í góða borg-
ara og feður. Aumustu skækjur hafa breytzt í heilagar, guðrækn-
ar konur. Villimenn, sem teyguðu blóð úr hauskúpum manna,
hafa umbreytzt í göfuga unnendur vina og óvina. Morðingjar
hafa orðið heilagir menn, svo að Andi hins Hæsta dvaldi í þeim.
Friðþæging Krists er geysilega víðtæk, langt út yfir það, sem
mannleg heila'brot ná. Vér erum rétt að byrja að skilja, hvað
Golgata merkir. Syndin er langtum ægilegra, skaðvænlegra og
víðtækara böl en vér höfum verið vön að hugsa. En fyllingu
kraftar og gildis blóðs Krists mun eilífðin ein geta leitt í ljós.
Jesús Kristur gekk ekki að starfi, knúinn af kaldri tilfinning
skyldunnar, heldur var það hjarta hans, sem dró hann að þeim,
sem hann hjálpaði og frelsaði. Miskunnarverk hans kostuðu hann
eitthvað meira en að fórna tómstundum og að kosta til áreynslu
og krafti. Þau kostuðu hann hjartakvöl. Hann lét sorgir annarra
manna verða sínar sorgir, og kvalir annarra kvalir hans sjálfs.
Hann gat ekki án sársauka í hjarta horft á eymd, þrautir, dauða
eða synd. 1 þessu var fólginn hinn mikli leyndardómur kraftar
hans.
Jesús gat talað við meir en fimm þúsund manns í einu. Samt
leit hann aldrei svo á, að samtal við einn mann væri fyrir neðan
mikilleik hans eða gáfur. Einkasamtal var verk, sem frelsarinn
hafði unun af að gera. Við höfum fleiri frásagnir af því í guð-
spjöllunum, að Kristur talaði við eina mannssál, heldur en af
prédikunum hans. Sérhver sá, sem telur einkasamtöl neðan við
virðingu sína, er meiri en Meistari hans.
Ef vér lifum þannig í Kristi, að vér lifum ekki sjálfstæðu lífi,
heldur leitumst við að hafa hugsanir, áform, tilfinningar, ásetn-
inga, starf eða ávöxt hans, en ekki vort eigið; ef vér látum Krist
hugsa í oss hugsanir sínar, finna til með tilfinningum sínum,
áforma áform sín, vinna verk sín og bera ávöxt sinn í oss, —
þegar vér gerum þetta, og að svo miklu leyti, sem vér gerum það,
getum vér boðið honum að gera löngun hjartna vorra.
Oss er sagt, að Guð þekkir sorgir fólks síns. Það virðist oft
svo, að Guð þekki þær ekki eða þá standi á sama um þær. Israels-
mönnum í Egiptalandi hlýtur að hafa virzt það svo. En Guð