Norðurljósið - 01.01.1967, Blaðsíða 167
NORÐURLJ ÓSIÐ
167
verið hjón, þá eru líkurnar fyrir því mjög sterkar, þar sem þau
tala um, að hjartað í þeim brann (eins og það væri eitt hjarta)
og svo, að hann fór inn til að vera hjá þeim, sem bendir á heim-
ili. (Kona var kölluð lærisveinn, Dorkas, Post. 9. 36. Ritstj.).
Þegar augu lærisveinanna höfðu opnazt, svo að þeir þekktu
Drottin Jesúm, sögðu þeir: „Brann ekki hjartað í okkur, meðan
hann talaði við okkur á veginum og lauk upp fyrir okkur ritn-
ingunum?“ Hann hafði á leiðinni lokið ritningunum upp fyrir
þeim og útlagt í þeim „það, er hljóðaði um hann.“ Þetta var eldur
uppljórnunar, uppfræðslu, og hjörtu þeirra urðu „eldfórn Drottni
til handa.“
Sálmaskáldið ljúfa, hann Davíð, fékk oft að hafa þetta brenn-
andi hjarta. „Eg var hljóður, steinþagði .... Hjartað brann í
hrjósti mér, við andvörp mín logaði eldurinn upp, ég talaði með
tungu minni.“ (Sálm. 39. 3., 4.). Orðin, sem koma á eftir þessu
í sálminum, eru „eldfórn Drottni til handa.“ Þetta var eldur
íhugunar.
45. sálmurinn virðist vera einn af þeim sálmum, sem annað-
hvort voru samdir af Kóraíta eða handa honum. Kóraítar voru
hliðverðir við tjaldbúðina. (1 Kron. 9. 19.). Orðin „Hjarta mitt
svellur (sýður, ensk þýð.) af ljúfum orðum,“ (45. 2.) virðast
benda til, að eldurinn hafi logað hið innra, tunga hans varð
„sem penni hraðritarans,“ hún varð að tjá þessi „ljúfu orð,“
sem fylltu 'hugsanir hans. Það, sem þá kemur á eftir, í 3.—12.
versi, er „brennifórn Drottni til handa,“ og eldurinn logi til-
heiðslu, aðdáunar. Skáldið hættir að tala í 1. persónu, og í 3.
versi ávarpar hann konunginn sjálfan, eins og versin á eftir sýna.
Náð, dýrð og fögnuður Drottins dýrðarinnar kveikja í tilbiðj-
andi hjarta, svo að það fer að brenna af hollustu og aðdáun.
Spámaðurinn Jeremía leysti af hendi þjónustu sína í Júda-
konungsríki, áður en fólkið var herleitt. Hann varð kjarklaus og
órólegur út af þeirri smán og háði, sem fylgdi því að flytja orð
Drottins. Hann ákvað að steinþegja. Hann ætlaði aldrei framar
að tala í nafni Drottins. En logandi eldur boðunarinnar eyddi
úkvörðun hans að þegja. Hann fór aftur af stað með boðskap
Drottins á vörum sér, „eldfórn Drottni til handa.“
Brenna hjörtun hið innra með oss á vegferð vorri, þegar
Drottinn fyrir Anda sinn talar til vor á þessum fjórum sviðum?
A. Naismith.
(Þýtt úr „Things Concerning Himself“).