Norðurljósið - 01.01.1967, Side 168
168
NORÐURLJÓSIÐ
4. María settist við faetur Drottins.
(Lúk.10. 39.).
„0, hve sál mín gleðst, er dvelur hún
í Drottins nálægð ein,
og hún dýrmæt orð hans nemur þar,
hans boðorð skýr og hrein.“
Með auðmýkt hjartans og góðu tómi andans beið Maria af
kærleika í nálægð Meistara síns. Hún gaf sér tíma og sat við
fætur hans, líkt og þar væri eilífðarheimkynni hennar. Hún kaus
sér þennan stað, svo að 'hún gæti endurnært frelsara sinn með
hreinni og indælli helgun þess hjarta, sem kærleikurinn dregur
til hans.
Hún stóð ekki, eins og hún mætti ekki vera að því að stanza
lengi, af því að önnur skyldustörf gætu kallað hana hrott, hve-
nær sem var. Hún sat til að gefa til kynna, að hjarta hennar væri
að hvílast, kærleikur hennar ætti tómstund. An tómstunda veslast
kærleikurinn upp, og vinátta verður ómöguleg.
Marta var önnum kafin. Onnum kafin við marga hluti, ónauð-
synlega hluti, sem voru orsök þess, að hjarta hennar var ekki í
santhljómi við Drottin hennar. Geðæsing, skaptruflun rændi
hana gleði yfir komu gestsins og að njóta samfélags við gestinn.
Hve oft á það sér stað á annríkisdegi, að margvíslegir smámun-
ir ljá ekki rúm hinu fáa, sem mikilvægt er.
Kærleikshjarta Maríu dró hana að Drottni og hélt henni í ná-
vist hans, svo að innri þörf hennar yrði uppfyllt, .... hún var
að gefa honum af hlýju og samúð kærleiksríks hjarta, sem dró
hana að honum. Hún hafði án vafa verið líka önnum kafin og
mundi síðar verða önnum kafin. En þessa stund, þegar tækifær-
ið bauðst, vildi hún sitja við fætur hans. Síðar, þegar skyldu-
störfin færu að reka á eftir henni, hefði hún orku til að sinna
þeim, af þvi að hún hafði endurnærzt af uppsprettulind iífsins.
Henni var gefin sú gleði að þekkja þetta:
„Og með Drottni á ég marga
yndislega stund,
ég get engum tj áð, hve það er sælt
að koma á Jesú fund.“
Er dimmur skuggi dauðans kom síðar og féll á litla heimilið
í Betaníu, sýndi Drottinn Maríu samúð á sérstakan hátt. Sterk-