Norðurljósið - 01.01.1967, Page 169
NORÐURLJÓSIÐ
169
ari og verklundaðri hugur og andi Mörtu gátu náð sér fljótar
eftir sorgina, sem fyllti heimilið. En viðkvæmt hjarta Maríu var
sundurmarið af sorg, sem var of djúp til að tjá með orðum, ....
unz Meistarinn kom ....
„Er ég segi honum sorgir mínar,
allt, sem amar mér,
hann er ávallt fús að hlusta á mig,
draga mig að sér.“
Hann þurfti ekki að sjá tár Maríu til þess að skilja hryggð
hennar, en hún þarfnaðist dýpri og viðkvæmari samúðar en
Marta. Orð höfðu nægt til að veita sorgarhuga Mörtu frið. Ekk-
ert nema tárin gátu náð til harms Maríu. Var það þessi þjáninga-
reynsla, sem gaf henni skilning á þjáningum hans, þegar nálgað-
ist stund krossfestingar hans, svo að hún framkvæmdi þessa kær-
leiksathöfn, að smyrja fætur hans með smyrslunum úr brotna
alabasturs-'buðknum?
Kærleiks-athöfn Maríu var áreiðanlega borin fram af þakk-
látssemi, trú og kærleika. Henni var ekki nóg sú tilbeiðsla, sem
varirnar veittu, .... hún varð að gefa, .... dálítið var ekki nóg.
Hún varð að gefa allt .... Að gefa buðkinn óbrotinn nægði
henni ekki, smyrslunum varð hún að hella.
„Viltu líka þekkja yndisleik
og fegurð frelsarans?
Þú skalt fela þig í skjóli Drottins,
lifa í nálægð hans.
Ef þú dvelur þar mun líking Drottins
loksins sjást á þér,
því að líf í nálægð Jesú þennan
fagra ávöxt ber.“
Líferni Maríu og kærleikur voru afleiðingar af samfélagi henn-
ar við Jesúm. Hann þráir, að kærleikurinn komi fyrst, síðan
þjónustan, sem sprottin er af þeim kærleika. Sá dagur kemur,
að þjónustan hættir, en samfélagið heldur áfram.
„María hefir valið góða hlutann, hann skal ekki verða tekinn
frá henni.“ M. Cahill.
(Þýtt úr „Things Concerning Himself“).
Það er oft svo mikið að gera, að tómstundin við fætur Jesú
með biblíulestri og bæn, verður útundan. Slík vanræksla getur
kefnt sín með veikindum. — Ritstj.