Norðurljósið - 01.01.1967, Blaðsíða 172
172
NORÐURLJÓSIÐ
heitir Orðskviðir. í henni miðri standa einkunnarorðin: „Rétt-
lætið hefur upp lýðinn, en syndin er þjóðanna skömm.“ Úr við-
skiptaskrifstofunni göngum við inn í rannsóknadeildina. — Pré-
dikarans bók. — Þaðan höldum við inn í blómaskálann, Ljóða-
ljóðin. Þar mætir okkur ilmandi angan úrvals blóma og ávaxta
og þýður söngur fugla.
Nú förum við í stjörnustöðina. Þar standa spámennirnir með
kröftuga sjónauka og skyggnast eftir komu „björtu og skínandi
morgunstjörnunnar,“ sem birtist áður en „réttlætissólin“ renn-
ur upp. Við göngum þaðan yfir garð og komum þá að áheyrnar-
sal konungsins, guðspjöllunum. Þar sjáum við fjórar frábærar
myndir, sem sýna konunginn eins og hann er, óviðjafnanlegur
að fegurð. Næst göngum við inn í vinnustofu heilags Anda,
Postulasöguna. Bak við hana er ritaraherbergið, bréfin. Þar sjá-
um við, hvar þeir sitja við borð, Páll, Pétur, Jakob, Jóhannes og
Júdas, önnum kafnir að rita undir persónulegri stjórn heilags
Anda. Við komum að lokum í hásætissalinn, •— Opinberunar-
bókina, — þar sem máttugur hljómur tilbeiðslu og lofgerðar,
sem konunginum í hásætinu er veitt, hrífur okkur. Þessi hljómur
fyllir þennan geysistóra sal með loftsvölum sínum og dómsal.
Þar má líta alvöruþrungin atriði dómsins og dásamlegar myndir
af þeirri dýrð, sem er tengd við væntanlega opinberun sonar
Guðs, sem er konungur konunga og Drottinn drottna.
(Þýtt úr „Things Concerning Himself“).
----------x---------
Fréttir frá Colombia
Fyrir nokkrum árum voru miklar ofsóknir gegn sannkristnum
mönnum í Colombia-ríkinu í Suður-Ameríku. Kaþólskir prestar
stóðu fyrir þeim. Létu margir lífið af völdum þessara ofsókna.
Páfinn skipaði síðar, að þeim skyldi hætt, og munu nú flestir
sannkristnir menn njóta þar friðar og frelsis til að boða Krist.
Trúboði nokkur, sem starfar þar, ritaði ekki alls fyrir löngu
á þessa leið:
„Við komum heim úr hvíldarleyfi, og við höfum séð Drottin
starfa á nýjan og dásamlegan hátt. Hann er að gefa öllum bæn-
aranda. Karlmenn, konur og börn gefa sig nú að bæn um vakn-
ingu. Fólk hefir rannsakað hjörtu sín, og djúp sannfæring um