Norðurljósið - 01.01.1967, Síða 173
NORÐURLJÓSIÐ
173
synd hefir komið — heilbrigður ótti Drottins og vaxandi þrá að
sjá sálir frelsast. Nálega allir fara og heimsækja fólk með þeim
árangri, að það hefir frelsazt og komið og tekið skírn.... Það
er ferskur, himneskur andi í bænasamkomunum. 300—400
manns, sem þurfa ekki að vinna að deginum, mæta á miðviku-
dagsmorgna til bænar; á kvöldin og sunnudagsmorgna yfir 800.
.... Unga fólkið (sem verið hefir í biblíuskólanum. Þýð.) logar
af áhuga fyrir Guð . . .
Hvenær skyldi verða unnt að skrifa slíkar fréttir héðan frá ís-
landi? Mundum við, Guðs börn, vilja ganga í gegnum ofsóknar-
eld til þess?
—-——x----------
SAGA FRÁ BRAZILÍU
í litlu þorpi, Mamainde heitir það, búa 50 Tndíánar. Þar voru
trúboðar að reyna að læra mál þeirra, svo að þeir gætu boðað
þeim Krist. Sagan sýnir oss heim, sem við þekkjum lítið til.
.... Hvaða hljóð var þetta, sem smaug um taugar okkar,
þegar við hrukkum upp úr svefni? Var verið að höggva með
öxi í húsið okkar? Þá hljómaði þunglyndislegur söngur, skýr og
sterkur, frá shaman (töfralækni) þorpsins. Það var sem kalt
vatn rynni niður bök okkar, og myrkravöldin virtust vera mjög
nálæg ....
Við klæddum okkur og gengum til þorpsins. Allir voru safn-
aðir saman í húsi Joakims. Við glampandi eldskin sáum við
Lydíu, konu hans. Hún kraup niður og hélt litla, nakta barninu
sínu upp að sér. Shaman — læknirinn — kraup við hlið hennar
og neri áburði á bakið á hljóðandi barninu. Hún sönglaði, með-
an hún var að þessu. Graskersflöskur og krukkur með áburðum
í, lágu þar urtíhverfis. Lækninga-rætur voru dreifðar um gólfið.
Við litum af einum á annan og reyndum að lesa í huga þeirra.
Á vörum töfralækninga-konunnar var einkennilegt sigurbros. Á
ösku-máluðum kinnum móður barnsins mynduðu tárin strik.
Faðirinn var órólegur og taugaspenntur. Barnið æpti af hræðslu.
Barnið var sjúkt. Andarnir voru reiðir. Andarnir voru ein-
mana; þeir vildu fá sál barnsins. Var hægt að sefa þá?
Fimmtíu Mamainde Indíánar. Aðeins fimmtíu! Allir hinir voru
dauðir, flestir af þeim höfðu verið myrtir. Morð eða sjúkdóm-
ar, það gerði engan mismun. Andarnir voru mjög kröfuharðir.