Norðurljósið - 01.01.1967, Side 175
NORÐURLJÓSIÐ
175
ÚT Á AKURLÖND GUÐS
Óli G. Jacobsen heitir þessi ungi
maður. Hann er fæddur í Klakksvík
í Færeyjum 6. marz 1945 og sneri
sér á ungum aldri til Krists.
Hann kom fyrir nokkrum árum til
Islands og var hér öðrum þræði um
tíma og tók þátt í starfi Drottins,
með því, t. d., að dreifa út kristileg-
um smáritum. Hann var líka við Ás-
tjörn og hjálpaði til við drengja-
starfið bæði þar og hér á Akureyri,
meðan hann var hér nyrðra.
Óli hefir heyrt kall Drottins:
„Hvern skal ég senda? Hver vill vera erindreki vor?“ (Jes. 6.
8.). Eins og spámaðurinn ungi, Jesaja, svaraði Óli: „Hér er ég,
send þú mig.“
Jesaja fékk það hlutverk, að flytja syndugri, fráfallinni þjóð
sinni boðskap Guðs og öðrum þjóðum einnig. Óli fær það hlut-
verk frá Drottni, að fara út á akurinn þangað, sem fólkið hefir
aldrei áður heyrt hið blessaða nafn, sem er hverju nafni æðra,
nafnið Jesús. Óli fer með fagnaðarhoðskap handa þeim sem sitja
í myrkri heiðindóms og stöðugrar hræðslu við töfralækna og
illa anda. Ætlun hans er að fara til Brazilíu til Indíána þar.
„Saga frá Brazilíu" hér á undan sýnir, hve brýn er þörfin á boð-
skap Krists, svo að þessir bandingjar óttans og myrkursins fái
lausn hjá honum, sem spáð var, að gefa mundi blindum sýn og
fjötruðum lausn.
ÓIi hefir verið í Bandaríkjunum í skóla, sem undirbýr það
fólk sérstaklega, sem ætlar að fara út í frumskóga hitabeltisins
til að boða þeim Krist, sem búa þar. Vinir Krists á íslandi, sem
lesa Nlj., eru beðnir að minnast Óla sérstaklega í bænum sínum.
Vald Satans er alls staðar mikið, en ekki sízt á slóðum algerrar
heiðni.
Vera má, að Óli geti skroppið til Færeyja og Islands áður en
hann leggur af stað út á akurinn. Megi sérstök blessun Guðs ávallt
hvíla yfir honum og þjónustu hans. S. G. J.
-x-