Norðurljósið - 01.01.1967, Side 176
176
NORÐURLJ ÓSIÐ
VINIR BOÐNIR VELKOMNIR
Mig minnir það væri í nóvember 1964, að trúboði frá Bapt-
istum í New Jersey, Bandaríkjunum, kom frá Reykjavík norður
til Akureyrar til að tala við mig. Hann hafði margra spurninga
að spyrja um kristilegt starf á Islandi. Eg leysti úr þeim eftir
beztu getu. Starfið á Sjónarbæð bar á góma, og ég rakti nokkuð
sögu þess og þær hugsjónir, sem liggja því til grundvallar, sem
Pat, Kata, Rikharður.
sé það: að haga sem bezt kenningum sínum og fyrirkomulagi
safnaðarins eftir fyrirmynd nýja testamentisins.
Vorið eftir flutti þessi ungi trúboði, — mr. Richard Williams,
Ríkharður Vilhjálms, eins og hann nefnir sig á íslenzku, — á-
samt konu og dóttur til Akureyrar og bað um að mega njóta
samfélags safnaðarins á Sjónarhæð. Var það fúslega veitt. Hann
tók svo þátt í starfi safnaðarins, einkum þó starfi meðal drengja.
Kona hans, Patricia, tók einnig þátt í starfi meðal telpna.
Er fram liðu stundir, sagði hann upp starfi sínu hjá Baptist-
um. Síðan fór hann eftir eitt ár til Bandaríkjanna og var þá í
tengslum við söfnuð, sem starfar á sama grundvelli og söfnuð-
urinn á Sjónarhæð.
Snemma í maí sl. komu þau hjón aftur til Islands og settust að
í Tjarnargötu 24, Reykjavik. Hyggja þau á starf fyrir Drottin
Jesúm Krist hér á íslandi eftir því sem hann kann að leiða þau
út í það.
Vafalaust munu allir vinir Norðurljóssins, ásamt ritstj. þess,
bjóða þau velkomin til starfs á íslandi og biðja þeim blessunar
Guðs. S. G. J.