Norðurljósið - 01.01.1967, Page 179
NORÐURLJ ÓSIÐ
179
þess að vera í vafa. Gera það til fulls og algerlega. Gera það eins
og „Drottinn ætti í hlut, en ekki menn.“ Ég sagði við hana:
„Þér farið út á dansgólfið og snúið yður í hring, og þar er hálf-
rökkur. Þá læðist inn í hjarta yðar og huga einhver efi um, hvort
þér ættuð að vera þarna eða ekki. Þér vitið, að þér ættuð ekki
að vera þar, af því að þér gerið það ekki samkvæmt ritning-
unni. Hvað sem þér gerið, eigið þér að gera af alhuga, eins og
Drottinn ætti í hlut. Þér verðið að gera þetta með hreinni sam-
vizku. Ef þér getið ekki gert það á þann hátt, þá er betra fyrir
yður að fara út og koma þar aldrei aftur.“
Jæja, hún ritaði greinina hjá sér. Hún gekk út með þessar
þrjár greinar og talaði við hina unglingana um þær. Hún kom
aftur næsta dag eftir biblíulesturinn. Hún var allt önnur stúlka.
Mótþróinn var allur horfinn. Ég sagði: „Lásuð þér þessar ritn-
ingargreinar og íhuguðuð þér þær?“
Hún sagði: „Já.“ Hún horfði á mig og sagði: „Herra Pick-
ering. Ég ætla aldrei að dansa framar.“ Og hún sneri sér við og
gekk út.
Ég hafði aldrei sagt henni, að það væri rangt að dansa. Hvern-
ig komst hún að því? Hún sá, að hún gæti ekki dansað og heiðr-
að Krist samkvæmt þessum ritningargreinum. Ég hefi notað þetta
sem dæmi. Yera má, að dansinn sé ekki sérstakt vandamál þitt;
vera má, að þú hafir við önnur vandamál að stríða. En þessi
grundvallarregla nær til alls, sem þú gerir. Sé það eitthvað, sem
þú getur ekki gert samkvæmt ritningunni og þessum ritningar-
greinum, þá er bezt fyrir þig að leggja það niður, hvað svo sem
það er. Heiðrar þetta Krist? Það er spurningin eina.
Þýtt úr Sivord of the Lord, 14. apríl 1967.
--------------x----------
„ÉG ER BRAUÐ LÍFSINS44
Eftir JÓGVAN P. JAKOBSSON.
Daginn áður en Drottinn talaði þessi blessunarríku orð, hafði
hann mettað 5000 manns, auk kvenna og barna, — með aðeins
fimm byggbrauðum og tveimur litlum fiskum. Þegar fólkið sá
táknið, sem hann gerði, vildi það taka hann með valdi og gera
hann að konungi. En hann sendi lærisveina sína á undan sér
yfir vatnið, kom mannfjöldanum frá sér og fór síðan aleinn upp
á fjall til að biðjast fyrir og vera þar í einrúmi og í ótrufluðu