Norðurljósið - 01.01.1967, Síða 183
NORÐURLJÓSIÐ
183
allir þér, sem þyrstir eruð, komið hingað til vatnsins, og þér,
sem ekkert silfur eigið; komið, kaupið korn og etið! Komið,
kaupið korn án silfurs og endurgjaldslaust bæði vín og mjólk!
Hví reiðið þér silfur fyrir það, sem ekki er brauð, og gróða yðar
fyrir það, sem ekki er til saðnings? Hlýðið á mig, þá skuluð
þér fá gott að eta og sálir yðar gæða sér á feiti .... Hneigið
eyru yðar og komið til mín, heyrið, svo að sálir yðar megi lifna
við!“
Biblían endar svo að segja með þessum orðum: „Sá, sem
þyrstur er, hann komi. Hver, sem vill, hann taki ókeypis lífs-
vatnið.“ Boð Guðs til okkar mannanna er: að við megum koma
og ausa með fögnuði vatn úr lindum hjálpræðis hans, drekka
þennan lífsdrykk sálar okkar, sem er lífsins vatn. Þessi lífsdrykk-
ur er ókeypis. Fæðan, sem varir til eilífs lífs er ókeypis. Þessi
óflókna og barnslega trú: „Jesús dó fyrir mig á krossinum,“ veit
ir okkur frið og sælu í þessu lífi og eilífa sælu í eilífðinni.
—-------x---------
ÓTRÚLEG SAGA — EN SÖNN.
Kínverskur morðingi sá Jesúm Krist
Eftir Gladys Aylward, velkunnan kristniboða.
í Kína heyrði ég dag einn tvo menn tala saman um fangelsi,
sem var í borg nokkurri í Kína. Nokkru síðar bað ég leyfis, að
mega heimsækja fangelsið, og var veitt það. Ungur maður, sem
var morðingi, var þar í varðhaldi. Hann var afarsnjöll eftir-
herma. Hann kom og hlustaði á ræður mínar. Svo á kvöldin, þeg-
ar fangarnir höfðu ekkert að gera, sögðu þeir honum að skemmta
þeim eitthvað. Þá stóð hann upp og hermdi eftir mér!
Svo bar það til einu sinni, er hann var að herma eftir mér, að
allt í einu stóð í honum. Hann komst ekki lengra. Hann hóstaði,
ræsk'ti sig, leit í kringum sig og byrjaði aftur. En það fór á sömu
leið. Hann komst á sama staðinn í ræðunni, svo ekki lengra. Allt
i einu sagði einn fanginn: „Þú getur ekki sagt þetta. Veiztu hvers
vegna? Af því að þú trúir því ekki. Hún gerir það.“ Hann var
fokreiður, en þetta varð upphaf þess, að hann sneri sér til Krists.
Daginn eftir leið honum illa, og hann far i vondu skapi. Hann
lenti í barsmíðum. Verðirnir komu og fundu hann sitjandi ofan
á brjóstinu á öðrum fanga. Þeir drógu hann út, börðu hann og
settu í hlekki.