Norðurljósið - 01.01.1967, Side 184
184
NORÐURLJOSIÐ
Ég vissi ekkert um þetta fyrr en þó nokkrum dögum síðar,
þegar ég kom í fangelsið til að ávarpa fangana. Háskólanemi
stóð fyrir framan fangana, og ég sagði honum að kenna þeim
sálm, meðan ég fengi eftirhermuna lausa úr klefanum til að vera
á samkomunni. Rétt um leið og fangarnir voru að byrja að
syngja: „Hann brýtur sérhvern fjötur,“ heyrðist hlekkjaglamur
og skrölt. Þarna kom vinur okkar. Hann gat varla hreyft sig,
svo hlekkjaður var hann.
„Hvaða ósköp hafa komið fyrir?“ spurði ég. Hann settist á
jörðina og fór að gráta.
Hann sagði mér sannleikann um síðir. „Ég hefi orðið fyrir
miklum vonbrigðum með þig,“ sagði ég. „Ég hélt þú mundir
fara að elska Drottin.“ Hann sagði: „Nei, ég vil ekkert eiga við
það. Ég trúi því ekki, að til sé Guð. Líttu á mig. Ég get ekki
hreyft mig.“
Hann stóð upp skyndilega og fór að ganga þangað, sem menn-
irnir voru að syngja, að Jesús brýtur sérhvern fjötur. Vesalings
háskólaneminn, sem aldrei hafði áður séð neitt þessu líkt, féll
nærri því í yfirlið. Hann saup hveljur og sagði: „Hættið! Hætt-
ið! Við getum ekki sungið þetta. Við skulum syngja: ,Ég þarfn-
ast Jesú‘.“ Fangarnir hættu í miðjum sálmi og byrjuðu þegar í
stað að syngja „Ég þarfnast Jesú.“ Vesalings maðurinn varð yf-
irkominn. Hann leit til mín og sagði: „Ég þarfnast Jesú. Viltu
biðja fyrir mér.“ Utan dyra sat hann, meðan mennirnir sungu
sálminn, og þar komst hann í andlegt samhand við Drottin Jes-
úm Krist.
Við risum á fætur, og ég gekk inn og sagði: „Nú ætlum við að
biðja. Við ætlum að biðja um það, að hlekkir Jopans losni af
honum á þann hátt, að ekki aðeins ég og þið fáið að vita það,
heldur allt fangelsið, öll borgin, þannig verður Guð dýrlegur.“
Við báðum þessarar bænar. Tveimur nóttum síðar lá fanginn
í rúmi sínu, hann var enn í hlekkjum og átti mjög erfitt með að
sofa vegna óþæginda af þeim. Þá gerðist það, sem hann sagði
mér síðar frá:
„Ég sá allt í einu bjart ljós í einu horni klefans. Það var svo
bjart, að það kom mér til að titra. Ég hafði aldrei séð neitt þessu
líkt áður. Eg horfði og horfði og sá, að það hafði lögun manns.
Ég lyfti höfðinu hærra og augunum. Þá sá ég andlitið, og ég
sagði: „0, Drottinn Jesús, það ert þú!“ Og Drottinn Jesús sagði:
„Já, það er ég.“ Mig langaði til að horfa, horfa og horfa, hann
var svo dásamlegur! Síðan leit hann á mig og sagði um leið og