Norðurljósið - 01.01.1967, Qupperneq 185
NORÐURLJOSIÐ
185
hann ávarpaði mig með nafni: „Rís upp og fylgdu mér .... “
Fanginn sneri sér við á brúninni á rúminu með fæturna úti úr
því og leitaðist við að rísa á fætur. Meðan hann var að því, færð-
ist þessi mannsmynd úr horninu inn á mitt gólfið í óhreinum
klefanum. Ungi maðurinn sagði við mig: „Um leið og klæði
hans strukust við fötin mín, fann ég svo dásamlegan ilm, að ég
varð yfirkominn. Meðan ég var að átta mig á þessu, vöknuðu
hinir mennirnir sex, sem voru í klefanum. „Ó, menn, verið fljót-
ir á fætur, því að Jesús Kristur er í klefanum,“ hrópaði ég. Menn-
irnir vöknuðu og sáu þetta bjarta ljós hverfa í gegnum vegginn.
Vörðurinn úti fyrir heyrði hávaðann, er mennirnir fóru á
fætur og tóku að berja. Hann fleygði hurðinni opinni, og hinn
fyrsti, sem hann greip, var eftirherman auðvitað. Hann dró mann-
inn út og eftir fangelsisganginum. Þegar hann kom í miðjan
ganginn, hrópaði ungi maðurinn: „Sjáðu!“ Hlekkirnir voru í
höndum hans, hann dró þá á eftir sér. Vörðurinn blátt áfram
skalf, og hann sagði: „Hvernig fóru þeir af þér?“ „Drottinn
Jesús Kristur tók þá af mér,“ var svarið.
Næsta morgun sagði fangelsisstjórinn við mig: „Þú veizt, að
þetta er algerlega einstætt, er það ekki?“ „Nei,“ svaraði ég. „Það
er það ekki. Þetta er blátt áfram Drottinn Jesús. Þú veizt, að
við báðum um, að hann gerði þetta. Þú opnaðir ekki lásinn á
hlekkjunum, eða hvað?“ Hann hristi höfuðið.
(Þýtt úr „The Flame.“ 1966).
--------x---------
Vitnisburður
fyrrverandi fyrirlesara í guðleysi, Ralph E. Underwood.
Eg fæddist af kristnum foreldrum. Móðir mín dó, þegar ég var
aðeins sjö ára, og það var nauðsynlegt að senda mig í munaðar-
leysingjcihæli. Mælt hafði verið með því við föður minn sem
kristilegu heimili, en það var allt annað en kristilegt. Fimm ára
varðhaldsvist í því heimili var meir en nóg til að snúa mér gegn
trúatbrögðum. Mér var hrundið rangt af stað, og ég varð Guðs-
hatari í stað þess að verða Guðs-unnandi. Eg var sannfærður um,
að Guð væri þjóðsaga og Kristur væri ekki nauðsynlegur. Eg
leit á biblíuna sem gamla ruslakompu, fulla af fjarstæðukennd-
um munnmælasögum. Eg held ennþá, að beisk reynsla mín í
bernsku hafi snúið mér til guðleysis.
Eg ákvað að afla mér menntunar. Margar stundir á dag nam
ég og las bækur í almenningsbókasöfnum. Ræður gegn trúnni