Fylkir - 01.01.1919, Side 6
6
FYLKIR.
3. Silfurberg (calcium oxyd.), kristaliserað; finst ekki hér norð-
anlands, svo eg viti, til muna; þó talsvert austanlands; en
silfurbergsnáman þar er nú orðin eign Frakka, og því ekki til
taks fyrir íslendinga nú, enda er silfurberg of dýrrnætt til annars
en vísindalegra áhalda og rannsókna.
4. Skeljakalk. Kúskeljar, hreinsaðar og brendar, gefa mjallhvítt
kalk, sem malað í duft gefur steinkalki ekki mikið eftir og sem
má nota til hins sama. Blandað með sandi og vatni gerir það
múrlím, og blandað hreinum leir þurkuðum í réttum hlutföllum
og brent á ný, gerir það, eins og steinkalk þannig notað, stein-
lím (sement). En kúskeljar rekur unnvörpum víða hér á land,
einkum á Vestfjörðum, á Pistilfirði og Langanesi og lítið eitt hér
út með firðinum. En til að brenna þær vel, þarf einnig mikinn
hita, og þess vegna sérstaka ofna og gott eldsneyti, ekki svörð
eða annað lélegt eldsneyti; góð ísienzk kol, blönduð grúti eða
feiti, dygðu að líkindum, ef ofnarnir væru góðir, einnig góður
rekaviður.
5. Kalkfosfat fæst úr beinum (einnig úr steintegund, sem Apa-
lít heitir); en það er ónýtt til steinlíms, þótt ágætt sé til jarðrækt-
ar, einkum ef blandað er með muldu gipsi.
Fleiri tegundir kalkefna hefi eg ekki enn haft tíma til að út-
vega eða athuga, og vegna ótíðarinnar í september síðastl., sá
eg mér ekki til neins að fara víðar að svo stöddu. Steinasöfnun
á Fjöllum og Öræfum verður að gerast um miðsumar, meðan
góðviðri haldast.
Ymsar kalksteinstegundir, krít, marmari og fl., halda sumir að
finnist á Austurlandi, en þær hefi eg ekki enn séð, nema silfur-
berg.
Galcium Carbid (CaC carborundnm) er ný stein tegund, sem
búa má til úr kalki og kolum í sterkum elfirs straumi.