Fylkir - 01.01.1919, Síða 8
8
FYLKIR.
10. Leir frá hverunum við Námufjall, er brennisteins blandinr1
Qg ýmsum málmtegundum; má nota líkt og nr. 9.
11. Leir úr lllugastaðafjalli í Fnjóskadal, tekinn í sumar, er Ijós-
grænn og móleitur, mjög fínn átekta, gulnar við hita, hjaðnar
eins og snjór í vatni; ekki full prófaður.
Flestar tegundanna, sem hér eru taldar, eru nýtilegar með kalk'
i sement, og því ágætt byggingarefni. En má vera að teg. 6, 7
og 11 þyki hæfari til annars.
III.
Sandtegundir
(Silicium oxyd sambönd).
1. Sandur úr Leirunni, inn af Akureyrarbæ, er fínn, nokkuð
leirkendur. Mun mega nota, ef blandaður með feitari og járri-
kendum leir, einnig með svarðar ösku, í múrsteina.
2. Malarsandur, tekinn hér á Tanganum (Oddeyri), dökkur á li*-
ágætur í steinsteypu. Sams konar sandur finst víða hér út með
firðinum.
3. Sandur frá Hrísey, líkur nr. 2.
4. Sandur frá Axarfirði, næstum svartur á lit, járnkendur, góð'
ur í steypu, annars óprófaður.
5. Sandur frá Ljósavatni, svartur á lit, líkist nr. 4.
6. Sandsteinn, hvítur, frá Tjörnesi, er þéttur en auðhöggiu11,
Má líklega nota til yfirbygginga.
7. Rauður sandstéinn, finst hér hingað og þangað í dölunum
vestur af Eyafirði, en ekki að mun í stað. í Hjaltadal, Skagafirði-
finst mikið af rauðum sandsteini; ágætt byggingarefni. Óþarfi að
geta þess, að Hólakirkja, ein hin merkasta kirkja landsins, er bygð
úr þeim steini.
í fyrra-sumar fór eg um Skagafjörðinn, austanvert við Héraðs-
vötnin; út Blönduhlíðina, yfir í Hegraues, út hjá Kolkuósi, Graf'