Fylkir - 01.01.1919, Qupperneq 30
30
FYLKIR.
»F)yzkalandskeisari hefir samþykt, að Hertling ríkiskanslari fari
frá og hefir hann jafnframt heitið miklum stjórnarbótum.«
Sióari símskeyti:
_ »Búlgarar hafa fallist á að uppieysa herinn, afhenda öll her-
gögn, samgöngutæki og stöðvar, er hernaðarþýðingu hafa; Banda-
menn fá einnig fría leið um Búlgaríu.*
»Hertlingsstjórnin er farin frá. Samsteypustjórn verður mynd'
uð og í henni verður prins Max af Baden forsætisráðherra. Scheide-
mann og Erzberger eiga sæti í stjórninni.*
í 41. tbl. »ísl.« stendur eftirfylgjandi eftir »Morgunblaðinu«.:
Khöfn 6. okt.
Með samþykki allra þar til kvaddra manna í þýzka ríkinu og
í samráði við hin Miðveldin hefir ríkiskanslarinn nýi, prins Ma*
af Baden, sent Wiison Bandaríkjaforseta áskorun, með milligöng11
svissnesku stjórnarinnar, um það, að beitast fyrir friði og fá all-
ar ófriðarþjóðimas til þess að koma saman á friðarráðstefnu.
Telur hanp þjóðverja fúsa til þess að ganga að friðarskilmál'
um Wilsons. Vilja þeir styðja að alþjóðabandalagi, endurreisa
Belgíu og gjalda skaðabætur, en jafnframt fara þeir fram á það,
að vopnahlé sé samið þegar í stað, á landi, sjó og í lofti, t‘l
þess að hefta frekari blóðsúthellingar.
Sams konar áskorun hefir Tyrkland sent með milligöngu Spán-
ar, og Austurríki hefir skorað á Holland, að það komi á friðar-
ráðstefnu, og Holland hefir snúið sér til ófriðarþjóðanna í Þvl
efni.
Friðarskilmálar Wilsons, eins og hann lýsti þeim í ræðu 27-
september, eru þessir: Belgía og Serbía séu endurreistar. Frakk-
ar fái EIsass-Lothringen; Pólland verði sjálfstætt ríki og fái hin
pólsku héruð Prússlands. Engin viðskiftastyrjöld verði að stríð-
inu loknu.
Khöfn 9. okt.
Wilsón hefir svarað. Segist hann eigi geta farið fram á það
við bandamenn sína, að vopnahlé sé samið, meðan Pjóðverjar