Fylkir - 01.01.1919, Qupperneq 104
104
FYLKIR.
Afmæli orustunnar við Waterloo (18. júní 1815):
Himinn dunar, hafið stynur,
hrærast fjöll, en tindar bærast,
stökkva björg, en haukar hlakka,
hríðar lemja kili fríða;
skelfur fold, en æsast eldar,
eyðist mörk við loga reiðar;
hræðist sjót, Einherjar stríða,
hróður vex, en sigrar móður.
Betur að Einherjar hefðu ekki verið sviknir í haust, né treyst ótraU5,tl1
vinum.
Kvæði Einars Benediktssonar »Jörð« byrjar þannig:
»Vor jörð. Vor jörð. Eitt orð í himna heim.
Eitt hugboð andans mikla, er Ijósið glóði. (Sic.)
Hann risti þína braut, sem línu í Ijóði,
sem Iogahending í vorn sólar geim.
Hann kvað þig fram í kraftsins myndum tveim,
hann kendi þig við eilífð og við dauða.« . . .
Og kvæðið endar:
»Vor jörð. Vor jörð eitt blys í heljarheini. (Ekki heimi.)
Einn höfunds draumur, roðinn sonarblóði.«
Höf. tekur sér talsverð skáldaleyfi við málið.
Pulur frú Théodóru Thoroddsen er bók, sem hefir gefið mér eintia meS
ánægju síðan eg kom til landsins aftur, vegna málsins, enda mun hún v
flestum kærkomin.
♦Mannlegu eðli er svo varið, að vér getum ekki gripið eða skynjað Þa?’
sem er fyrir utan vorn skynheim.« (Þorvaldur Thoroddsen, Ársrit ^xo
lagsins þ. á.)
»En réttast mun að kalla alla lífsheildina sál, ög segja lif og sál eril Ci
(Steingrímur Matthíasson, Skírnir.)
Spurningar, sem aðrir mega einnig svara, ef þeir vilja:
1. Hvað á að gera til þess að verjast skuldum og halda lífi og etSn’"^
hér á íslandi, ef fullkominn friður kemst nú ekki á, eða verzlunars*
kepni heldur áfram og siglingar teppast?