Óðinn - 01.01.1920, Blaðsíða 2

Óðinn - 01.01.1920, Blaðsíða 2
2 ÓÐINN þar sem prentsmiðja Einars þórðarsonar áður var. Ætlaðist hann til, að þar yrði jafnframt opin sýning á smíðisgripum. En ekki gat hann fengið meðstjórnendur sína í fjelaginu til að fallast á þetta. Fjelagið álti þá húsið og seldi það fyrir 3500 kr. Þetta mun hafa verið 1894, segir Eyv. Á., og muni Jakob þá hafa farið úr fjelaginu. Jakob hafði á hendi alla viðgerð á dómkirkjunni, alþingishúsinu og latínuskólahúsinu. Hann hafði og á hendi síðustu árin fjárhald dómkirkjunnar. Jakob var vinsæll maður og mjög vel metinn af samtíðarmönnum sínum, og geta má þess, að Rögnvaldur heitinn Ólafsson húsgerðameistari hafði hinar mestu mætur á honum. Kom eitt sinn til orða, að Iðnaðarmannafjelagið færi að gefa út tímarit og yrði R. Ól. ritstjóri þess. Ætlaði hann að byrja ritið með mynd af Jakobi Sveinssyni og frásögn af honum. Kemur hjer mynd sú, sem þar átti að koma. En hvort R. Ól. hefur nokkurn tíma skrifað ritgerð þá, sem frá honum átti að fylgja, veit ritstj. Óðins ekki og hefur þó reynt að grenslast eftir því. * Kvæði og visur eftir Fnjósk. Vormorgun. Sólin blessuð rís nú rjóð úr ránardjúpi, glæsir alt með gullnum hjúpi. Austanblærinn augu þerrar ungra blóma. Döggin skín í dýrðarljóma. Hjúfra sig nú háfjöllin að himin-vanga. Værð er yfir vík og tanga. í faðmlögum er fold og mar, en fuglar kvaka ástaljóð við unga maka. Yndislega ástin vermir alla heima; frá lífsins arni lindar streyma. I.indar, sem að leyfa ekki löst nje drunga. Syngi löfgjörð sjerhver tunga. Hauststormur. Helkaldi frostvindur, hvað ertu’ að fara? hrollur um gróður og skepnurnar fer; fræja og litverpra laufanna skara lemurðu á undan þjer. Skjálfandi gróðrinum skaparðu aldur, en skarar því fallna að ending í var; veitir því nábjargir, gelur því galdur. Það geymist — og upprís þar. Þegar þú heyrist hvæsandi gnýja, hervæðist alt, sem að varnir á til, og hugsar sjer hvorki að falla nje flýja i fönnum og vetrarbyl. Kjarkurinn stælist þá kuldinn er napur og króknar hið lingerða í vetrarins þraut; því skyldi enginn dugmaður dapur þótt dáltið sje klökug braut. Hamrami frostvindur, hver er sú orka og hreysti, sem aldregi bugað þú fær? — — Dugnaðarmennirnir stormunum storka, að stríðinu kappinn hlær. (1017.) Egill Skallagrimsson. (Kv«ðja til liins unga togara, er hafði getið sjer góðan orð stýr i „stiiðinu mikla“. Hann var nefndur ,,Ieelander“ í enska flotanum.) Velkominn að voru landi vertu, fagri knör; sje þjer gamla Egils' andi ætið með í för. Orkan röm og auðnan trausta aldrei verði tæmd, svo að þú á ferli flausta fylstu náir sæmd. Geymist nafn þitt gullnum stöfum glæst frá stríðsins þraut; nú skalt þú í heimahöfum hefja sigurbraut. Ægis feitu fiska hópa færa hafs úr ál, eins og þegar svarfi sópa segulmögnuð stál. Hjer skal enn þá hernað sinna, herja fiskimið; hetjuverk með hreysti vinna,

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.