Óðinn - 01.01.1920, Síða 12
12
ÓÐINN
sleppa því hjer, því það mundi verða of langt mál.
Vjer skulum láta oss nægja að taka það fram, að
afstaða hennar hefur að ýmsu leyti verið mjög
óheppileg. Mörgum sinnum hefur bænum gefist
kostur á að ná eignarráður yfir þýðingarmiklum
orkuverum og fossum, en hann lálið tækifærið
ónotað. Hversvegna? Jú, bæjarfjelaginu er stjórnað
af mörgum, og þeir hafa ekki það lag, sem einstakl-
ingurinn hefur, og jafnvel fáir menn í samfje-
lagi, til þess að nota tækifærið, þegar það gefst, og
handsama það.
Og bæjarstjórnin í Kristjaníu, sem selur raforku
til heimilisþarfa og stærri og smærri iðnaðar, er
nú sem stendur svo laklega stödd, að hún verður
að leigja hjá einkafjelögum meirihlutann af þeirri
raforku, er bærinn þarfnast. 20,000 kílówatt leigir
bærinn hjá »Kykkelsrud«-verinu, sem hann gat
fyrir nokkrum árum fengið keypt fyrir þá sann-
gjarnt verð, sem nú mundi talið hlægilega lágt verð.
í gufumiðstöð bæjarins framleiða ensk kol 12,000
kw., og í safngeymum felast 4000 kw., og í því
einasta vatnsorkuveri, sem bærinn á nú, eru fram-
leidd að eins 2000 kw. Alls ræður því bærinn
yfir 38,000 kw., eða hjer um bil 57,000 hestöflum.
Eftir lauslegri ágiskun mundi tvöfalt meira orku-
magn tæplega hrökkva til að fullnægja bæjarins
núverandi þörf fyrir raforku.
Bærinn hefur þess vegna keypt nokkra fremur
stóra fossa, sem eru áætlaðir að hafa 235,000
hestöfl, en virkjun þeirra er ekki lokið. Fyrst
verður sú virkjun fullgerð, sem framkvæmd er í
sambandi við ríkið, í »Mörkfossum og Sólbergsfoss-
um« í Glommen, sem er stærsta og vatnsríkasta
vatnsfallið í Noregi. Fossarnir liggja neðarlega í
ánni, 40—50 km. í suðaustur frá Kristjaníu.
Upphaflega gerði bæjarstjórnin ráð fyrir að
virkja foss einn, sem kendur er við Sólbergsey.
Bað var árið 1909. En alt lenti í endalausum
umræðum og tali um kaup á annari raforku, og
þegar alt þetta umstang strandaði 1913, var byrjað
á virkjun Sólhergsfossins. Árið 1915 gaf rikið lil
kynna, að það vildi gjarnan taka þátt í sameigin-
legri virkjun hans og Mörkfossins, sem liggur and-
spænis hinum fyrnefnda, og er eign ríkisins. Árið
1916 komst samkomulag á um slíka sameiginlega
virkjun, en með nýjum áætlunum, svo að ýmisleg
mannvirki urðu ónýt. Nú er samt
verkinu haldið áfram, auðvilað með
hæfilegu uppihaldi við og við vegna
verkfalla, sem á þessum tímum eru
talin sjálfsögð. Virkjuninni á að
vera lokið 1922, en hún er mjög
erfið í framkvæmdinni vegna mikilla
sprenginga, sem þarf að gera, eink-
um í árfarveginum; alls hefur orðið
að sprengja um Y2 niiljón tenings-
metra.
Fallið verður 24 m. mest. Það er
Iíkt ástatt hjer eins og í Pjórsá,
smáfossar og mikið vatnsmagn. í
hinu sameiginlega orkuveri, sem
liggur beint undir uppistöðuvalninu,
má með jafnri vatnsleiðslu, 220
teningsmelrar á sekúndu, framleiða 54,000 hest-
öfl, og enda þrefalda þau, með ítarlegri virkjun.
Orkustöðin verður heljarmikil bygging, 150 m.
að lengd, og alt að 50 m. á hæð. Hvað hún
muni kosta fullgerð að öllu leyti, er ekki hægt að
segja neitt ákveðið um, þar sem bæði vinnukraftur
og efni verður æ dýrara. En það var áætlað 1916,
að hún mundi kosta hjer uin bil 20 miljónir króna,
IV.
Vamma orkuver.
Vamma-orkuverið liggur neðan til í Glommen,
við næst neðsta fossinn, áður en hún fellur í
hafið. Neðstur er hinn nafnkunni Sarpsfoss við
Borregaard. Eigandi orkuversins var áður fyr fjelag
eitt, en aðalframkvæmdastjóri og mestur hluta-
eigandi var Sam Eyde, áður aðalforstjóri fyrir
fjelagið »Norsk Hydro«. Vamma var einn af þeim
fossum, sem Kristjanía illu heilli slepti af, því
árið 1912 átti bærinn kost á að kaupa hann,
Orkustöðin við Sólbergsfoss, eftir teikningu byggingameistarans.