Óðinn - 01.01.1920, Qupperneq 17
ÓÐINN
17
skyndilega hrundið harkalega upp á gátt. Dísa
sjer fyrst engan og undrast. — En þegar hún
gætir betur að, þá sjer hún að Bokki litli stendur
við hlið hennar og togar í hana.
»Mamma þín er svo lúincc, sagði hann. Disa
starði á hann með viðbjóði og skildi að hann
vildi hún færi út að raka. Og henni ofbauð frekjan
og óhæverska hans. Hún gat ekki stilt sig um að
svala reiði sinni á honum. — Og gullspanga jung-
frúin sparkaði fjögurra þumlunga skóhælnum sín-
um svo hraustlega í bakið á búálfinum að hann
þeyttist út um dyrnar og langt fram í göngin.
Dísa skelti aftur hurðinni og gekk um gólf í
æsingi. Hún var lengi að jafna sig eftir þetta. En
nú tók hún ákvörðun. Hún fann að hún gat ekki
notið sín í sveitinni. Hún varð að fara »suður«
aftur. Hún gæti sjálfsagt komist þar í vist hjá
einhverjum kaupmanni, til dæmis sem »formidags«-
stúlka og haft svo síðari hluta dagsins til skemtana.
Og þá fór hún alt í einu að hugsa um kafi'ihúsin
og ýmsa »voðalega sæta« herra í höfuðstaðnum.
Hún spenti greipar um hnakkann og snjeri sjer
hvatlega á háum stígvjelahælunum. Hún fann að
hún var ung og hraust og yndisleg. »Ef til vill
verð jeg líka botnvörpungs-skipstjórafrúcc, sagði
Dísa við sjálfa sig. »Þær held jeg að sjeu
fínarcc sagði Dísa. Og alt í einu var hún farin að
syngja einn og einn tón, sinn úr hverju lagi, alt í
einum graut eins og mentunarvindurinn hvíslaði
að henni.
Bokki litli sat grátandi úti á leitinu. Hann
horfði saknaðaraugum heim að kotinu. Hann var
nú að fara þaðan alfarinn. »Enginn búálfur getur
verið þar sem hann er barinn og honum sparkað
út á stígvjelahælcc, sagði Bokki og nuddaði sárt
bakið. Hann fór að hugsa um, hver nú myndi
sækja kýrnar á kvöldin og gjöra alt það sem hann
hafði gjört til þrifnaðar. »Og hver ætli hvísli nú
í eyra karls og kerlingar, þegar eitthvað fer aflaga,
sem þau gæta ekki að?«, sagði Bokki. Hann stóð
nú á fætur, þurkaði sjer um augun og tritlaði út
göturnar. Hann ætlaði út í Fagrahvamm.
Dísa fór »suður« um haustið og kom aldrei aftur.
í kotinu karls og kerlingar gekk búskapurinn
aftur í basl og barndóm, — en þó eitthvað færi
aílaga, tóku þau nú varla eftir því — Bokki var
farinn. Gamlar hendur þukluðu köldum fingrum
um hlóðarsteina og litla heystabba. Gamlar hend-
ur kreptu stirðum fingrum um hrífu og orf. Og
gamlir fætur höltruðu í leit eftir einni kú. — En
um svæflana, sem Dísa hafði heklað í orðin: Sov
godt min Ven — svifu gamlir draumar um hlöðu,
kerru og eldavjel, sem aldrei komu í kotið.
Og mentavindurinn fór um allar sveitir.
0
Työ kvæði
A vordegi björtum.
Á vordegi björtum jeg vita þín,
vina mín — sæll í hjarta
— er sólin rennur, þú svifur til mín —
er síðasti geislinn á djúpið skín
mjer færðirðu’ i faðminn skrautið hans blikandi
[bjarta.
Svo vermum við okkur við ylinn hans,
er andvarinn blæs sem kaldast
og stígur á blómkrónum döggvotum dans,
og draumskuggar vaka við strendur lands
á djúpinu þögla og dottandi í hendur haldast.
En~það er svalt eftir sólarlag
og síðustu geislarnir kaldir;
við munum með sársauka sólbjartan dag,
er söngfuglinn kvað sinn gleðibrag —
því verður mjer kalt, þótt blítt þú í hönd mína
[haldir.
Regn.
Droparnir falla á foldu,
foldina snævi hulda,
foldina mína fögru,
foldina elds og kulda.
Leitast þeir við að leysa
landið úr fjötrum mjalla,
en seint gengur það, því sólin
sefur, að baki fjalla.
Gnðm. G. Hagalín.
0
Trytssvi Hveinbjörnspon, höfundur leikritsins, sein hjer fer
á eftir, var einn þeirra, sem skáldastyrk fengu nú um siðastl. ára-
mót, og var liann veittur lionum íyrir þetta leikrit, Stóð til, að það
yrði sýnt lijer i vetur, en íórst fyrir. Ilöf. tók lijer stúdentspróf fyrir
nokkrum árum, fór svo á háskólann i Iihöfn, en er nú starfsmaður á
isl. stjórnarskrifstofunni þar. Hann er ættaður úr Svarfaðardal.