Óðinn - 01.01.1920, Side 35
ÓÐINN
35
María sál. Hannesdóttir var hin mesta atgervis-
kona bæði til sálar og líkama, og hið mesta góð-
kvendi; hún dó háöldruð.
Pað var gæfa Rögnvalds að hljóta svo góða
fóstruna, sem að öllu leyti gekk honum í móður-
stað, enda mintist hann þess jafnan með þakklæti.
Um fermingarskeið fluttist Rögnvaldur með fóstru
sinni yfir i Blönduhlíðina og dvaldist þar upp frá
því. Um 1880 gekk hann að eiga Freyju Jóns-
dóttur, dóttir síra Jóns Norðmanns á Barði, bjuggu
þau bjónin mestan sinn búskap í Rjettarholti.
Keypti hann þá jörð og gerði henni mikið til góða,
svo að hún ber þess lengi menjar. Því að þótt
Rögnvaldur sál. væri enginn auðmaður, þá hafði
hann jafnan gagnsamt bú, og veitti því góða for-
stöðu. Börn eignuðust þau hjónin 8, dó eitt í æsku,
og 3 upp komin, Jón, Katrín, Filippía. Fjórar
dætur eru á lífi, Margrjet kona Rorsteins Björns-
sonar á Hrólfsstöðum, María kona Gamalíels Sigur-
jónssonar í Rjettarholti, Sigríður og Valgerður,
heima hjá móður sinni. — Heimilisástæður Rögn-
valds sál. voru oft erfiðar, einkum stríddi á
hann beilsuleysi barna hans, þeirra sem dóu —
þjáðust þau um mörg ár, en alt bar hann það
með þessari stöku geðprýði og stilling, sem honum
var gefin í ríkum mæli. Á velli var Rögnvaldur
ekki mikill fyrir manni að sjá, með lægri meðal-
mönnum á vöxt og grannvaxinn, dálítið lotinn í
herðum, kvikur á fæti og fríður sýnum. Ennið
hátt, augun skýr, blíðleg og brosandi, nefið beint
og bros um varir, alskeggjaður, fölleitur. Hendur
voru smáar og fætur eins. Yfirleitt mátti furðu sæta
hve miklu hann gat afkastað, ekki meiri maður að
burðum en hann var, en þar mun mest um hafa
valdið stakur áhugi og vinnuhagsýni. Hygg jeg
það, að Rögnvaldur hafi fremur búið við veika
heilsu alla æfi, þó ekki bæri mikið á, því að hann
var ókvartsár maður.
Rögnvaldur var af gáfufólki kominn, enda eigi
illa í ætt skotið að því leyti. Alment var hann
talinn með mestu gáfumönnum hjer. Ekki dáðust
menn þó mest að gáfnamagninu, heldur þýðleika og
lipurð gáfna hans. Greindin var Ijós, skýr hugsun
og gott næmi. Því var líkt farið um hann eins og
marga gáfaða alþýðumenn, sem ekki eru til bóka
settir, að það var undravert hvernig honum hefði
unnist tími til að afla sjer jafnmikils fróðleiks og
þekkingar, eins og hann hafði til brunns að bera
i flestum almennum málum. Hann var víðlesinn
í íslenskum bókmenlum, og kunni manna best
að meta, hvað feitt var á stj'kkinum í þeim efnum.
Pað var sama um hvað við hann var rætt, um
búskap, um pólitík, um skáldskap, um trúmál,
alstaðar var hann með og alstaðar áhuginn jafn,
alstaðar Ijósir kostir og lestir. Hagmæltur var hann
vel og orti talsvert á yngri árum sínum, og var
ljett um að kasta fram stöku.
Rögnvaldur var barnavinur, og kunni hvergi
betur við sig en í hópi æskulýðsins, skemtinn í
samkvæmi og hrókur alls fagnaðar. Hófsemdar-
maður var hann i hvívetna, en hataði öll ófrelsis-
bönd, sætti sig illa við bindindisöfgar og bann-
stefnur. Trúmaður var hann, en hallaðist mjög að
frjálsum skoðunum í trúarefnum.
Vinsæll maður var hann með afbrigðum. Ekki
vissi jeg til þess að hann ætti nokkurn óvildar-
menn, og tvímælalaust er það, að enginn naut
jafn óskoraðs trausts samsveitunga sinna sem hann.
Öll veigameiri mál sveitarfjelagsins vóru honutn
annaðhvort falin eða hann við þau riðinn. í sýslu-
nefnd var hann 30 ár, safnaðarfulltrúi milli 30
og 40 ár, hreppsnefndarmaður og hreppsnefndar-
oddviti milli 10 og 20 ár, fræðslunefndarmaður 7
ár. Öll þessi trúnaðarstörf leysti liann vel af hendi
og ávann sjer hylli samvinnumanna sinna fyrir
viturlegar tillögur og samvinnuþýðleik. Þó Rögn-
valdur sál. hefði svona mörgum opinberum störf-
um að gegna, vanrækti hann ekki heimili sitt, en
var sístarfandi og hugsandi um heill þess og
sóma. Heimilið var þungamiðja athafna hans
Og umhugsana, og engan blett þótti honuni jafn
vænt um og Rjeltarholt, enda mun það jafnan
geyma nafn hans. Talið var það eitt af góðu
gestrisnu heimilunum, þar sein allir mættu hlý|u.
Vjer Akrahreppsmenn hölum m st einn al okk u
bestu mönnum, þar sem við mistum Rögmald
sál., mann sem hafði verið leiðandi maður sveit-
arinnar um 40 ára skeið, góðan mann og afbragðs-
vinsælan. Pótt hann væri hniginn að aldri. nær
68 ára, voru andlegu kraftar hans óskertir. Bana-
legan var löng og þjáningar miklar, en þá sýndi
hann best, hvílíkt andlegt mikilmenni hann var.
Bar hann þjáningar sínar með þeirri stillingu og
kristilegri þolinmæði, sem fáum er gefin. Þó hann
lægi þjáður í rúminu, stjórrrfiði hann heimili sínu,
talaði með áhuga um almenn mál við vini sína,
sem að garði bar, og augun voru broshýr og skær
nálega til hins síðasta. Hann var jarðaður hinn
17. ágúst að viðstöddu óvenju-miklu fjölmenni.
B. J.