Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 2

Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 2
2 OÐINN ekki einu sinni hjer á landi, heldur í höndum danska ríkisþingsins, og þó að vjer ættum sjálfir að greiða tekjurnar, sem reyndar voru örlitlar, þá voru útgjöldin mjög skorin við neglur sjer. Árið 1874 voru tekj- urnar áœtlaðar 212,800 kr. eða tæplega svo mikið, sem einstakir menn hafa haft í árstekjur síðari árin, ekki svo fáir, og þessi upphæð gekk mestmegnis til Landið og höfuðstaðurinn var því ekki vel fær um að taka á móti konungi og öðrum erlendum höfð- ingjum, en landið hafði þá þau sömu einkenni, sem það altaf hefur haft og mun hafa, náttúrufegurðina* því landið var þá, eins og fyrr og síðar, »fagurt og: frítt og fannhvítir jöklanna tindar«. Stjórnfrelsi hafði ekkert verið fram að þeim tíma Landtaka konungs 1874. launa handa embættismönnum. Til óvissra gjalda voru að eins veittar 8000 kr., og af þeirri upphæð átti að taka þjóðhátíðarkostnaðinn og útgjöld við móttöku konungs. Höfuðstaðurinn hafði þá liðlega tvö þúsund íbúa; híbýli manna vortt bæði þröng og lítilfjörleg; ekkert sæmilegt hús í bænum, nema latínuskólinn, og í því efni hefur reyndar furðu lítiðj batnað síðan, því enn þann dag í dag er ekki í önnur hús að venda; sýnir það, hve vel hefur verið vandað til þess húss í fyrstu, og hve framfarirnar eru enn hægfara hjá oss. í landinu og skorti þess fylgdi, eins og vant er að vera, hug- og kjarkleysi alment; það var því sann- kallaður kotungsbragur á flestu, einkum út á við, t. a. m. var enginn akfær| vegspotti til á öllu land- inu. Inn á við var alt bjartara, og ekki ljetu skáldin á sjer standa við það tækifæri, þó var hugsun al- mennings aðallega þá sú ein að hafa ofan í sig og á. Það má líka lesa það í brjefum leiðandi manna á þeim tímum, að þeir kviðu mjög fyrir, og óttuðust að viðtökurnar mundu verða landinu til skammar. Mannsaldri síðar var alt orðið gerbreytt. Á þessu

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.