Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 48

Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 48
48 OÐINN dvalið í Danmörku við nám, sem þá var fátítt, og að því loknu verið kenslukona við kvennaskólann á Ytri-Ey með Elíuu Egg- ertsdóttur Briem. Þetta vor, 1887, gerði afarmikla stórhríð eftir að bændur höfðu alment slept fje sínu; urðu þá miklir fjárskaðar og lambadauði. Jón prófastur í Qlaumbæ misti meðal annars 150 sauði fullorðna, sem rak af Glaumbæjareyjum í Hjeraðsvötnin og Svartá. Sló þá miklum óhug á bændur, svo að margir brugðu búum sínum og rjeðust til Ameríkuferðar. Það var því ekki glæsilegt fyrir þau Sigurð og Sigríði, að byrja búskap, og það því síður, sem foreldrar þeirra gátu lítinn styrk veitt þeim vegna fjárskaðanna; en það ljetu þau ekki á sjer festa. ©rðugleikarnir urðu aðeins til þess að Ieiða enn betur í ljós þá orku, sem í þeim bjó. Það kom brátt í ljós, að Reynistaðarhjónunum mundi sýnt um búsýslu, enda fór þar saman áhugi og dugnaður. 1894 tók Sigurður allan Reynistað til ábúðar, og 1903 keypti Sigurður þann hluta Reynistaðar, með hjáleigum, er aðrir áttu. Hagur þeirra blómgaðist nú ár frá ári, þrátt fyrir rausn og mikinn kostnað, svo sem jarða- bætur og húsabætur, svo að Reynistaðarbúið mun hafa verið síðasta áratuginn annað stærsta búið í Skagafjarðarsýslu. — f skoðunum, og yfirleitt í öllum athöfnum, var Sigurður sambland af tveim andstæðum. Hann var annarsvegar mjög varfærinn, en í hina röndina áhugasamur um framfarir og umbætur; og gagn- stætt því, sem er um allan þorra manna, virtist hann verða því bjartsýnni og framsæknari, sem árin færðust yfir hann. Senni- legt er, að vera Sigurðar í Ameríku hafi átt drjúgan þátt í að auka víðsýni hans og trú á verklagar framkvæmdir, og þannig orðið til þess að auka andstæðurnar, því mikil varfærni, samfara sterkri framsóknarþrá, hygg jeg hafi verið ættarfylgja; þykist hafa orðið var við þetta hjá fleirum í þessari ætt. Ljósast kom þetta fram í búnaðarháttum Sigurðar. Hann var of varfærinn til þess að gerast brautryðjandi, en glöggskygni hans og áhugi á verklegum framkvæmdum varð þess þó valdandi, að hann varð venjulega með þeim allra fyrstu að taka upp ýmsa ný- breytni. Þegar hann byrjaði búskap, keypti hann sjer meðal annars kerru, ásamt fleiri góðum vinnutækjum, en kerrur voru þá mjög fátíðar í Skagafirði. Sýnir þetta hug frumbýlingsins; hann var og einn af þeim allra fyrstu, er keyptu sjer skilvindu, sláttuvjel, rakstrarvjel og girti tún og engjar með gaddavír o. fl. Sigurður var meðalmaður á hæð, þrekinn mjög, svipurinn mkill og hárið snjóhvítt hin síðari árin, og allur var maðurinn hinn gervilegasti; hann var að eðlisfari stórlyndur, sem faðir hans, en honum hafði tekist að temja svo skap sitt, að þeir einir, er honum voru gagnkunnugir, vissu, að undir hægláta og rólega yfirbragðinu var falinn eldur. Sigurður var ekki slíkur höfðingi, glæsimenni og skörungur, sem Stefán bróðir hans var. Þó skorti hann engan veginn skörungsskap, þegar því var að skifta. En hann var hægari, fastlyndari og dulari í skapi; hann Ijet lítt uppi skoðanir sínar og fyrirætlanir, en fylgdi þeim með festu, þótt á móti væru vinir eða frændur. Jeg minnist þess meðal annars, að það vakti athygli ýmsra, er þeir keptu um þingsetu í| Skagafirði skömmu fyrir 1890, Jón Jacobson og og Friðrik Stefánsson, að þá veitti Jón prófastur Friðriki, en Sigurður Jóni Jacobsyni, og svo var jafnan, að Sigurður fór sínu fram. Þótt Sigurður fylgdist vel með í stjórnmálum, beitti hann sjer Iítt, og hliðraði sjer mjög hjá öllum opinberum störfum. Sem dæmi um óbeit hans á því, að draga sjálfan sig fram eða sækjast eftir vegtyllum, má geta þess, að hann sótti aldrei um verðlaun úr Ræktunarsjóði eða um heiðurslaun úr Styrktarsjóði Kristjáns IX., og vissu þó þeir* er kunnugir voru, að honum mundi um hvorugt hafa verið synjað hin síðari árin. En hann taldi það lítilmannlegt, að beiðast verðlauna eða heið- urslauna sjálfum sjer til handa. — Sigurður var farsæll, sem hann átti kyn til, og lagði þó minna kapp á fjáröflun en ýmsir, er ver vegnaði fjárhagslega. Best kom þetta í Ijós, er harðindi báru að höndum. Þurftu þá stundum margir að finna Sigurð á Reynistað, og þótt hann segði fátt, var hverjum veitt úrlausn, meðan þess var kostur. Bjargaði hann þannig ýmsum frá falli eða niðurskurði, og tók lítið eða jafnvel ekkert gjald fyrir af sumum, og svo var á fleiri sviðum; hann var drengskapar- maður, sem allir virtu og mörgum var kær. Sigurður var láns- maður; hann átti góða konu og gott heimili. Fyrirtæki hans blómguðust ár frá ári, og einkabarn þeirra, Jón alþm. á Reyni- stað, tók þar við, er faðir hans hætti. Frændsemi þeirra og samvinna var svo góð, að tæplega verður með vissu sagt, hvenær Jón tók við bústjórninni, eða Siðurður slepti henni. Sigurður andaðist í svefni að kvöldi þess 4. febrúar 1921, tæplega 73 ára gamall. Snöggur dauði virðist kynfylgja þessarar ættar. Bróðir hans, Stefán verslunarstjóri á Sauðárkrók, og þrjár systur, hafa öll orðið bráðkvödd. Við fráfall Sigurðar á Reynistað eiga Skagfirðingar á bak að sjá einum af sínum göfugustu bændaöldungum. Gamall Skagfirðingur. Sí t>rá. Þá fölur máni hnígur hafs að rönd og hrannar skýin svörtu næturkul og fölan bjarrha leggur yfir Iönd, mín líður til þín þráin sterk, en dul. I fáleik nætur flýgur andi minn, sem fjallablærinn hreyfir blómin smá, þá aftur lifnar endurminningin um unað, sem jeg notið hef þjer hjá. Og þráin mín er varla af eldsins ætt, sem altaf heimtar brennifórnargjöld; hún leitar þess, sem lífsins mein fær bætt og ljómar að nýju bak við dauðans tjöld. Minn sálarvængur laðast ljúft til þín, jeg legg hann hægt og rótt í skautið þitt. Þá huga mínum gefur sólarsýn, með sælukend, á vonalandið mitt. Aðalgeir Friðbjarnarson. & Aths. Pappír í þessu hefti Óðins er af óviðráðanlegum ástæðum verri en venja hefur verið til, en gætt mun þess verða, að slíkt komi ekki fyrir oftar. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.