Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 47

Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 47
47 ÓÐINN einu hinu stærsta og umsvifamesta búi, sem þá var hjer austanlands. Var það góður undirbúningsskóli undir hið langa húsmóðurstarf hennar, að njóta leið- beiningar gömlu konunnar, tengdamóður sinnar, sem talin var með fremstu konum hjer nærlendis að dugn- aði, hagsýni og stjórnsemi. Veturinn 1866—67 and- aðist Hallgrímur tengdafaðir Sigríðar, og um vorið hætti tengdamóðir hennar búskap, en synir þeirra, Þórarinn og Sigurður, tóku jörðina til ábúðar, sinn helminginn hvor. Það var ekki vandalaust verk, að taka við búskap á Ketilsstöðum, og það ekki nema á hálflendunni, eftir þau Hallgrím og Þorbjörgu, til þess að ekki minkaði vegur og risna höfuðbólsins, sem þar var myndað. En þetta tókst þeim hjónum svo vel, að litið varð breytingarinnar vart, enda var Þórarinn sál. sami ágætismaðurinn og faðir hans, og honum líkur í flestum greinum.1) Og Sigríður sál. sýndi þá þegar, hvílík dugnaðar- og ráðdeildarkona hún var. Enda hefur hún verið talin með fremstu konum þessa hjeraðs, og átti þann orðróm fyllilega skilinn. Æfisaga Sigríðar sál. verður hjer ekki frekar rakin. Það er sjaldan mikið að segja frá æfiferli íslenskra bændakvenna. Þær hafa fæstar tekið mikinn þátt í hinu opinbera lífi, ekki vasast í stjórnmálum, ekki sótst eftir opinberum störfum. Þær hafa helgað heim- ilinu alla krafta sína, ráðdeild og starfsþrek. Og það er heldur ekkert smáræðisstarf, sem þar liggur eftir konu, sem í samfleytt 55 ár stendur fyrir stórbúi, sem í samfleytt 55 ár fer fyrst á fætur á morgni, svo að aðrir geti notið hvíldarinnar, sem segir fyrir um öll innanbæjarverk og sjer um framkvæmd þeirra, og fer loks seinast í rúmið á kvöldin, eftir að hafa komið öllu í röð og reglu undir næsta dag. Auk þess að taka á móti gestum, sem marga ber að garði, jafnt daga og nætur. Og mælir þó aldrei æðru- eða ásteytingarorð, og sem, þrátt fyrir alt erfiðið, aldrei virðist verða þreytt, en er altaf jafnglaðlynd og ró- lynd, utanbæjar og innan, og talar aldrei æðru- eða óstillingarorð til nokkurs manns. Svona eru margar íslensku bændakonurnar, og svona var Sigríður. Gamli málshátturinn segir: »Bóndi er bústólpi, og bú er landstólpi«. Þessum málshætti skal hjer eigi 1) Hallgrimur sál. hreppstjóri á Ketilsstöðurp var á sinni tíð talinn með merkustu bændum hjer eystra, margra hluta vegna. Frá bláfátæku tökubarni vann hann sig upp í að verða einhver ríkasti bóndi í Fljótsdalshjeraði, og viðurkendur hjeraðshöfð- ingi, enda var maðurinn fram úr skarandi vel gefinn, bæði að andlegu og líkamlegu atgervi, og jafnframt lipurmenni og ljúf- menni hið mesta. Jiöf. neitað, en áreiðanlegt er það, að góð kona er sterk- asta styttan við stólpa þennan, stytta, sem vafasamt er að hann þoli að vera án, svo mikið er starf góðrar konu. Kunnugur. Sl Siguröur Jónsson á Reynistaö. Hann var fæddur í Goð- dölum í Skagafirði 13. júní 1848. Foreldrar hans voru hin kunnu merkishjón Jón prófastur Hallsson r. af dbr. og kona hans Jóhanna Hallsdóttir. Faðir Jóns pró- fasts var Hallur bóndi Ás- grímsson í Geldingaholti, en fóstraður var hann af Sigurði hreppstjóra Jóns- syni í Krossanesi í Vall- hólmi. Bar Sigurður á Reynistað nafn hans. Faðir Jóhönnu Hallsdóttur var Hallur bóndi á Hvammi í Hjaltadal, en móðir hennar, Sigurður Jónsson. Lovfsa Eik, var af dansk- þýskri kaupmannaætt. — Sigurður var á ungaaldri tekinn til fósturs af Ólafi bónda Guðmundssyni á Anastöðum í Skaga- fjarðardölum og Helgu Jónsdóttur konu hans, og ólst þar upp þar til hann var 10 ára. Um það leyti misti faðir hans son, er Stefán hjet. Fjell honum þungt sonarmissirinn, og hugðist að Ijetta harma sína, með því að taka heim Sigurð son sinn; fluttist Sigurður þá til foreldra sinna að Miklabæ í Blönduhlíð. Sigurður ólst upp hjá foreldrum sínum eftir þetta, og naut þeirrar heimafræðslu, er þá tíðkaðist á góðum heimilum. Jón prófastur var mikill búhöldur og hjelt börnum sínum mjög til vinnu, einkum hinufn eldri. Sigurður vandist því snemma allri algengri vinnu og varð brátt afkastamikill verkmaður, átti verk- hygni hans drjúgan þátt í því. Árið 1874 rjeðist Sigurður til Ameríkuferðar. För þessi var fyrst og fremst farin til þess að litast um og kynnast lífi og háttum annara þjóða. Nokkru mun það einnig hafa ráðið um þá ferð, að honum hafi þótt þrengra um sig í föðurgarði en hann hefði kosið. Sigurður dvaldi í Ameríku í rúm 8 ár. Lengst mun hann hafa dvalið í Winnipeg, en fór þó víða um þar vestra, sá margt og lærði margt. Árið 1883 hjelt hann heim til íslands, til þess að sjá aftur foreldra sína og æskustöðvar. Mun honum þá hafa verið efst í huga að hverfa fljótlega vestur aftur, en það fór á annan veg. Foreldrar hans og systkini lögðu fast að honum að setjast hjer að, og varð það úr, Dvaldi hann nú um nokkur ár hjá foreldrum sínum, sem þá voru flutt að Glaumbæ. — Vorið 1887 gekk Sigurður að eiga Sigríði Jóns- dóttur frá Djúpadal í Skagafirði, og reistu þau bú á hálfum Reynistað þá um vorið. Sigríður mun þá hafa verið talin einna álitlegastgr kvenkostur af bændadætrum í Skagafirði, hafði

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.