Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 35

Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 35
ÓÐINN 35 aðir ok vera með honum sjálfum, þar sem heitir Gimlé. En vándir menn fara til heljar ok þaðan í Niflhel; þat er niðr í inn níunda heim. I þessum orðum kemur fram ódauðleikakenningin, skilyrðin fyrir því að komast til guðs og afdrif hinna verulega vondu manna. Þeir fara fyrst inn í dánarheima og þaðan í Niflhel, það er að segja í þokudauðann, eða leysast upp, eða gufa upp. Þetta minnir á deigluna hans Ibsens og hið dularfulla áttunda svæði, sem dulspekingurinn C. W. Leadbeater minnist á í Æðri heimum, þótt Þriði nefni það hjer „niðr f hinn níunda heim“. Þess skal þó getið, að einn hinna helstu Eddufræðinga, dr. Sigurður Nordal, sem mun þar á ofan vera flestum samverka- mönnum sínum skarpskygnastur á sannindi hinna fornnorrænu fræða, að öllum öðrum ólöstuðum, er þeirrar skoðunar, að þessi ummæli, er Snorri eignar Þriða, muni vera að einhverju leyti af kristnum uppruna. Byggir hann þá skoðun sína á því, að þessi kenning Þriða virðist ekki koma heim og saman við það, sem sagt er í Völuspá. Dr Sigurður Nordal segir meðal annars um meðferð Snorra á efninu í Gylfaginningu: „En helsta afbrigðið frá Völuspá er enn þá ótalið, og þar brýtur Snorri alveg í bág við lífsskoðun kvæðisins, og líklega heiðninnar yfirleitt. Höfundur Völuspár er niðurskurðarmaður. Hann lætur alt, sem spilt hefur heiminum, týnast gersamlega í Ragnarökum, og ekkert eftir lifa, nema það sem gott er og heilbrigt. „Böls mun alls batna“. Einmitt þess vegna er svo bjart umhorfs í hinum endurfædda heimi Völuspár. Og þó að sælustaðir kvæðisins kunni að vera skapaðir fyrir áhrif kristi- Iegra hugmynda, þá er það a. m. k. í samræmi við heiðnina, aö hafa engar eilífar píslir. En Snorri hefur í 3. kap., sem aldrei skyldi verið hafa, sagt, að önd mannsins skal lifa og aldrei týnast, og þetta hermir nú Gangleri (kap. 52) upp á Þriða. Svo að þó að Snorri láti goðin sjálf farast í Ragna- rökkri (-rökkur í staðinn fyrir -rök, tekið af Snorra úr alþýðu- máli), þá Iætur hann mennina lifa, bæði vonda og góða. Og til þess flytur hann vísurnar um kvalir illra manna, sem í Völu- spá eru Iiður í Iýsingu ástandsins fyrir Ragnarök, aftur fyrir þau, og gerir með því hegninguna eilífa. Hjer er ekki hægt að gera ráð fyrir annari röð í kvæðinu, heldur hafa kristin áhrif glapið Snorra sýn". (Sjá: Sigurður Nordal: Snorri Sturluson bls. 120—121). En þegar að er gáð, verður einmitt þetta atriði til þess að sýna betur skyldleikann milli Asatrúarinnar og hinnar fornu guðspeki Indíalanda en nokkuð annað. Hjer verðum vjer að gæta þess, að kenningin um líf eftir dauðann og kenningin um ódauðleika mannsins eða eilíft líf er ekki eitt og hið sama. Menn geta lifað eftir dauðann, jafnvel þótt þeir lifi ekki frá eilífð til ei- lífðar. Hinn sanni ódauðleiki virðist vera skilyrðum bundinn, að dæma eftir fornnorrænum og fornindverskum trúarskoðunum. Forfeður vorir hafa verið endurholdgunartrúar, eins og síðar mun sýnt verða, alveg eins og Indverjar hafa verið frá því fyrsta og flestar Asíuþjóðir. Það sýnir Ijósast, að þeir hafa ekki efast um eitthvert líf eftir dauðann, þar sem þeir trúðu því „at menn væri endrbornir". I sömu áttina bendir trú þeirra á tilvist Valhallar, sem er ef til vil! orðin til fyrir kristin áhrif, og að þar geti að líta „hina himnesku Jerúsalem" í norræn- um búningi. Þá trúðu þeir því að menn gætu birtst eftir dauð- ann (sbr. Völsungakviðu hina fornu). Sömuleiðis vottar fyrir þeirri trú, að dánir menn setjist að í fjöllum eða hafist við á sjerstökum stöðum. Mætti þar til nefna frásögnina í Eyrbyggju um sýn sauðamanns, er hann þóttist sjá, að Þorsteini þorska- bít var heilsað í Helgafelli, þar sem Þórólfur mostraskeggur faðir hans var fyrir og fagnaði honum. Að því er sjeð verður, ef gengið er fram hjá þessum um- mælum Þriða, eru þeir tiltölulega fáir, er öðlast hinn sanna ódauðleika, að trú feðra vorra. Og eftir austrænum skilningi er enginn ódauðlegur, sem þarf að deyja hvað eftir annað, og er það í raun og veru rjett á litið. Dauðinn er — segir Shri Krishna — vís því, sem verður að fæðast, og fæðing er vfs því, sem verður að deyja. En meðan svo er ástatt um menn- ina, eru þeir „háðir hjóli dauðans og endurfæðingarinnar" og þess vegna ekki ódauðlegir. I austrænu helgiriti einu segir svo: „Hinn guðdómlegi andi (Purusha) er sá, er dvelur hið innra, sem dvelur stöðugt í hjarta mannsins og sálin, hjartað og hugurinn finnur. Þeir menn, er þekkja hann, verða ódauðlegir“. En þeir eru fáir; Shri Krishna segir í Bhagavad-gitu VII. kviðu eða samræðu: A meðal þúsunda er varla einn einasti maður, er keppir eftir fullkomnun, og af þeim mönnum, er keppa eftir fullkomnun og öðlast hana, er varla einn, er þekkir mitt insta eðli “. En þetta er ekki einstætt um austræn trúarbrögð. Kristur segir Hka nákvæmlega hið sama, þegar hann er að skilgreina hið eilífa. „í því er hið eilífa líf fólgið, að þeir þekki þig, hinn eina sanna guð“. ()óh. XVII, 3). „Margir eru kallaðir, en fáir útvaldir", segir kristin trú, og hið sama er að heyra á hinum fornnorrænu fræðaleifum og fornindverskum trúarskoðunum. Oppruni veraldar. Hugmyndin um guð leiðir af sjer hugmynd um uppruna ver- aldar eða alheimsins, bæði þeirra heima, sem sýnilegir eru, og hinna, sem eru ósýnilegir. Uppruni tilverunnar hefur verið sú gátan, sem flestir munu hafa átt sameiginlega glímu um, bæði fávfsir menn og fjölvísir. Flest tr^arbrögð og heimspekistefnur hafa reynt að gera fylgismönnum sínum einhverja grein fyrir uppruna alls. Guð- spekin hefur einnig tekið þessa gátu til meðferðar. Hjer verður ekki farið út í einstök atriði. En þeir menn, er vilja kynna sjer ráðningu hennar, ættu helst að lesa fyrsta bindi í grundvallar- riti Guðspekisstefnunnar, The Secret Doctrine. En vjer getum ef til vill sagt í fám orðum, að Guðspekin skýri þetta þannig, að framrás hinnar skynrænu tilveru úr djúpi hins óskynræna verði með þeim hætti, að írumhræring verður í hinu guðdóm- lega vitundarlífi. Þessi hræring, sem er jafnframt lögbundin hræring, er upphaf alls. Þess vegna eiga allir þeir hlutir, sem vjer getum skynjað, rót sína að rekja til hræringarinnar. Þar sem engin hræring er — ef nokkurstaðar er — þar drotnar sjálfur dauðinn, þ. e. tilveruleysið. f hinum austrænu fræðum er þessi frumhræring stundum nefnd útöndun Brahma eða Brahmadögun. Hún er og nefnd Vach, eða Röddin. í hinum kristnu fræðum er hún, eins og allir vita, nefnd Orðið. „í upphafi var orðið", segir guðspjalla- maðurinn, og allir hlutir eru fyrir það gerðir. Gangleri vill einnig fá ráðningu á þessari gátu. Hann vill vita, hver er hinn sanni uppruni tilverunnar.’ Þess vegna spyr hann Hárr á þessa leið: Hvat er upphaf eða hversu hófsk eða hvat var áðr? Hárr svarar honum með vísu, og vil jeg leyfa mjer að taka

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.