Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 12

Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 12
12 ÓÐINN Skrautgripaskrín, sem danskar konur hjer í bænum gáfu drotningunni. skemtilega í viðræðum. Þessi kona hafði gert sjer líka hugmynd um útlit Ingibjargar og Guðmundur Hannesson. Það er eiginlega einkennilegt, að fólk skuli gera sjer þá hugmynd, að þeir, sem vinna fögur og göfug verk, hljóti uð vera ygldir á brún og brá. Höfundur þessarar greinar hefur talað nokkrum sinnum við Ingibjörgu. í fyrsta sinn, þegar jeg heim- sótti 1iana, ætlaði mjer ekki að takast að ná tali af henni. ]eg kom inn í stóran sal, langan og mjóan, með fallegum, bláum húsgögnum. Til hægri handar var stór skrifstofa. Þar hitti jeg fyrir háa, ljóshærða stúlku. Hún var dönsk. Seinna fjekk jeg að vita, að hún hefði tekið meistarapróf í sögu við háskólann, og nú var hún sú yngsta af framkvæmdarstjórunum í aðaldeild K. F. U. K. Jeg spurði eftir I. Ó. Sú ljóshærða svaraði, að hún væri heima, en ekki vildi hún samt sleppa mjer inn til hennar. »Fröken Ólafsson hefur aldrei frið«, sagði hún, »hjer er altaf fult af fólki frá öllum löndum, og af öllum stjettum. Sumt af þessu fólki kvabbar við hana um alla skapaða hluti; hún er alt of góðsöm og kennir oft í brjósti um fólk, sem hreint ekki á það skilið. Nú höfum við yngri framkvændarstjórarnir tekið okkur saman um, að sleppa ekki öllu þessu fólki inn til hennar«. Þrátt fyrir þessar undirtektir leitst mjer þó vel á »þá ljóshærðu«. Jeg bað hana blessaða að sleppa mjer inn til Ingi- bjargar, og Iofaði statt og stöðugt, að jeg skyldi ekki tefja hana lengi. »Sú ljós- hærða« varð að lokum við bón minni, en sagði þó, mjer til frekari áminningar, að Ingibjörg hefði ekki haft nokkurn frið allan daginn, og nú væri hún að skrifa áríðandi brjef. Hún fylgdi mjer inn í dálítið herbergi. Þar sat Ingibjörg Ólafsson við stórt skrif- borð, hlaðið bókum og blöðum. Þegar jeg kom inn, stóð Ingibjörg upp og heils- aði mjer vingjarnlega. Hún er í hærra meðallagi, með bjart hár og falleg, dökk- grá augu. Hún sagði lítið, meðan jeg stóð við; mjer leitst svo á hana, að hún væri stilt og orðfá, en það er eitthvað í við- móti hennar, sem strax vekur traust og hlýju. Þegar jeg hafði talað við hana nokkur orð, var öll feimni sem af mjer strokin. Jeg hefði vel getað ímyndað mjer, að jeg talaði við eldri systur mína. Á skrifborði hennar stóð íslenski fáninni. »Þjer sjáið«, sagði Ingibjörg brosandi, »að þótt jeg sje búsett í Danmörku, vinn jeg þó undir íslenska fánanum«. Þegar jeg fór, fylgdi Ingibjörg mjer til dyra. Þegar við komum út í ganginn, stóð þar ungur maður illa klæddur; hann heilsaði á íslensku, og bað um leyfi til þess að tala við I. Ó. Hún bað manninn að setjast niður og bíða dálítið. Hún fylgdi mjer niður stigann. Á leiðinni niður spurði jeg hana, hvaða landi þetta væri. Hún svaraði, að hún þekti hann ekki. »Það er víst einn af þessum veslings ræflum, sem ekki nenna að vinna, en ganga um og betla«, sagði hún svo. Jeg varð alveg hissa á þessu svari, því það hafði mjer Konungsmóttökunefndin: Guðjón Samúelsson, G. Zoega, Haraldur Árnason.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.