Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 36

Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 36
36 OÐINN hana, eins og hún er í Völuspá, en ekki hina breyttu útgáfu hennar í Gylfaginning. Ar vas alda þars Vmir bygöi, vasa sandr nje sær nje svalar unnir; jörð fansk æva nje upphiminn; gap vas Ginnunga, en gras hvergi. Eða með öðrum orðum: í upphafi aldanna eða tímans var Ýmir, það er að segja: ómurinn, hin lögbundna hræring, sam- anber: Röddin í hinum austrænu fræðum, og Orðið í hinum kristnu. Og þá var ekkert til: ekki sandur, sær nje svalar bárur. Og þá var engin jörð nje upphiminn, nje nokkur vöxtur, heldur aðeins hið auða og tóma rúm, sem kallað er hjer Ginnunga- gap. Og svo er Ýmir drepinn, segir í Eddu, það er að segja: hin lögbundna frumhræring er brotin af eiginleikunum þremur upp í óteljandi hræringar, og af þeim eru allir hlutir gerðir. Þess vegna getum vjer ekki bent á nokkurn hlut, sem ekki er gerður úr hræringunni. Hið fasta efni er fast sökum hræringar- innar. Frumvægin í hinum föstu hlutum snúast með geysimiklum hraða. Ef vjer aukum hraða frumvægja eða agna hins fasta efnis, eykst og miðflóttaaflið í hlutnum. Það dregur frumvægin hvert frá öðru. Þá verður bilið á milli þeirra meira, og kemst þá hluturinn í fljótandi ástand. Og ef vjer svo aukum enn þá hraða frumvægjanna, kemst hann í loftkent ástand. En þannig mætti auðvitað halda áfram koll af kolli. Meðvitundarlífið á öll þau utanaðkomandi áhrif, sem það verður fyrir, hræringunni að þakka, sökum þess að öll skynjun, hverju nafni, sem hún nefnist, er hræringarskynjun. í hinum heilögu Hávamálum Austurálfu, eða Bhagavad-gita, er hinum innra manni, eða frumvitund mannsins, Iíkt við borgarbúa, er á heima í borg með níu hliðum. Þar segir: „Þegar líkamsbúinn afsalar sjer öllu hugsanastarfi og hvílir hugrór í borg sinni með hliðunum níu, vinnur hann hvorki sjálfur nje er valdur að verkum". (Bhgt. V, 3). Það má heita næstum furða, að vjer skulum ekki reka oss á neitt svipað í níföldunarkerfum Asatrúarinnar. Borgarbúinn er meðvitundin, sem situr inni og tekur á móti gestum þeim, er að garði bera, hinum utanaðkomandi áhrifum, sem eru sumir hverjir alt annað en góðir gestir. Þeir koma allir gegnum borgarhliðin, og borgarhliðin eru níu. Þeir menn munu vera margir, sem hafa viljað álíta, að þessi „borgarhlið", sem eru talin níu, sjeu hin níu op líkamans, þar sem hann hefur tvö augu, tvö eyru o. s. frv. En þetta er miður rjett. Borgarhliðin eru skynjanirnar, þvf að líkaminn er, eins og allir ættu að vita, gæddur níu aðalskynjunum, sem er vel til fundið að líkja við níu borgarhlið, því að inn um þær eða eftir þeim berast áhrifin til vitundarinnar. Og skynjanirnar eru þessar: Sjón, heyrn, ilmur, smekkur, hitabrigðisskynjun, þreifiskynjun, þorstaskynjun, hungurskynjun og kynskynjun. Vera má að menn eigi ilt með að fella sig við þessa skynj- anaskiftingu, vilji t. d. ekki álíta, að þorsta- og hungurskynjanir sjeu sjerstakar skynjanir, heldur tilfinning. En þetta er sprottið af ónákvæmum hugsanaferli. Þorstaskynjunin hefur aðsetur sitt í kverkum, að sínu leyti eins og ilmurinn býr í nefinu. Og hungurstilfinningin hefur aðsetur sitt í maganum. Eða hefur nokkur fundið til þorsta í fingurgómum eða hungurs t. d. í lófum. Væri búið að taka hungurstaugar úr maga einhvers manns, og þorstataugar úr kverkum hans, mundi hann aldrei finna til hungurs nje þorsta, jafnvel þótt líkaminn tærðist upp. Skynjununum má skifta í tvo flokka: Efnisskynjanir og sveiflu- skynjanir, eða nærskynjanir og fjarskynjanir. Þær skynjanir geta heitið efnis- eða nærskynjanir, ef skynfærið þarf að fá snortið hlutinn til þess að flytja nokkur áhrif frá honum inn til vitund- arinnar. Skynfærið skynjar þá hraða frumagnanna, sem fast, fljótandi eða loftkent ástand hlutanna, alt eftir því hversu mikill hann er og hve langt miðflóttaaflið hefur dregið hinar örsmáu orkuhvirfingar, er vjer köllum frumagnir, hverja frá annari. Sveifluskynjanir eða fjarskynjanir geta þær skynjanir heitið, sem flytja áhrifin til vitundarinnar, án þess að fá snortið sjálfan hlutinn, sem þær veita henni vitneskju um. Það hafa þá gengið hægar eða hraðar hræringar út frá hlutnum; þær eru oftast nefndar sveifluhreyfingar, eða öldukvik. Þessar sveifluhreyfingar eða öldukvik lenda á skynfærinu, og þar með veitist þeim greiður gangur inn í „borgina" og alla leið inn að hásæti þess, er ræður fyrir „borginni". Sjónin er sveifluskynjun, skynjar Ijósöldur. Heyrnin er sveifluskynjun, skynjar loftöldur. Heilbrigðisskynjunin er sveifluskynjun, skynjar hitageisla eða öldur. Þreifiskynjunin er efnisskynjun, er skynjar hringrás frum- agnanna, er þær hverfast með þeim hraða, er heldur þeim í föstu eða fljótandi ástandi, eða aukahreyfingu þeirra í ioftkendu ástandi, það er að segja, þegar þær eru líka í framrás auk hringrásarinnar, til dæmis þegar stormur er. Bragðskynjunin er efnisskynjun, skynjar efnið, þegar hraði frumagnanna heldur þvi í fljótandi ástandi. llmurinn er efnisskynjun, er skynjar efnið, þegar hraði frum- agnanna heldur því í loftkendu ástandi. Þorstaskynjunin er og efnisskynjun, er skynjar að öllum líkindum eifthvert sjerstakt ástand kverkafrumanna sem þorsta. Hungurskynjunin er efnisskynjun, er skynjar eitthvert sjer- stakt ástand magafrumanna sem hungur. Kynskynjun eða kynferðisskynjun er og vafalaust efnis- skynjun, jafnvel þótt hún sýnist vera næm fyrir geðrænum áhrifum. I hinum fornguðspekilegu fræðum Austurlanda er það iðu- lega brýnt fyrir mönnum, að halda skynjunum sínum í skefjum. Líkamsbúinn, eða hið guðræna vitundarlíf, á sífelt í höggi við skyr.janirnar, því að ef hann gefur sig þeim alveg á vald, má hann eiga það víst, að þær villa honum sýn og þröngva kosti hans á allar lundir. Þess vegna má ekki, að því er forfeður vorir sýnast hafa álitið, trúa á hræringuna, nje á það, sem af henni leiðir, því að alt, sem er hræringarættar, er aðeins gert til þess að flytja efniviðinn heim í byggingu vitundarinnar, en má fyrir engan mun drotna yfir henni. (Sbr. borgargerð jöt- unsins, er átti hestinn Svaðilfara, og sagt er frá x Eddu). Þegar Hárr hafði sagt Gylfa konungi frá Ými, spyr Gylfi á þessa leið: „Hvernig óxu ættir þaðan eða skapaðisk svá, at fleiri menn urðu, eða trúi þjer (á) þann guð, er nú sagðir þú frá?“ Þá svarar Hárr: „Fyrir engan mun játum vjer hann guð; hann var illr ok allir hans ættmenn; þá köllum vjer hrímþursa". Er ekki sem vjer heyrum í þessum orðum Hárs bergmál austrænnar tortrygni og ímugusts á yfirráðum skynjananna, „ætt- mönnum" Ýmis eða hræringarinnar?

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.