Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 5

Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 5
ÓÐINN 5 sjer, ekkert annað en grjót og mold, en hvergi grænn blettur. (Hún var lengi á eftir kölluð Oskuhlíð). Norð- anveður var um daginn, og moldrykið, sem þyrlaðist upp, afskaplega mikið. Dagurinn var öllum til leið- inda og gremju, og hann endaði með því, að tveir menn, er stjórna áttu flugeldum um kvöldið, slösuð- ust svo, að þeir mistu fingur og part af höndum. Reykvíkingar undu líka þessari hátíð svo illa, að til nýrrar var stofnað nokkru síðar á Geirstúni, sem fór vel fram. Oskjuhlíðarhátíðin var aðalmóttökuhálíðin hjer 1874; taki maður hinar tilsvarandi viðtökur hjer 1907, hátíðina í Alþingishúsinu, þá er munurinn stór- kostlegur; þar var alt hvað öðru samboðið. Ágætt kvæði (»Kantata«) (kvæðin 1874 voru líka snildarleg og munu lengi verða munuð), ágætt lag eftir íslending við kvæðið (þann hinn sama, er gaf oss þjóðhátíðarárið okkar þjóðlag »Ó! guð vors lands«), snildarlegur söng- ur, og síðast, en ekki síst, hin ágæta og vel flutta ræða hr. Hannesar Haf- steins. Þegar síð- asti ómurinn var þrotinn, stóðu líka gestirnir upp al- veg hugfangnir, og jeg heyrði marga ríkisþingsmenn ljúka einróma lofsorði á alla þá athöfn. Hún var líka áreiðanlega perlan í öllum viðtökunum og þar næst veisla sú, sem bærinn hjelt í Barnaskólanum með standandi borðhaldi og dansleik. Það var eitthvað alþjóðlegt yfir þeirri samkomu, enda ægði þar saman mörgum þjóðum, og það var sannkallaður hátíðablær yfir þeirri samkomu. Hinsvegar fór aðal-miðdags- veislan ekki eins vel fram, rjettirnir voru of margir og framreiðslan gekk alt of seint, ræðuhöld of löng, svo þegar búið var að sitja fulla 4 tíma yfir borðum, voru menn orðnir þreyttir og stóðu upp óskipulega og biðu ekki eftir ábætinum. Matveislurnar á ferða- laginu fóru aftur prýðilega fram, enda voru þær miklu látlausari og óþvingaðri. Á Þingvöllum glímdu 2 menn 1874 snildarlega vel, en 1907 glímdu margir, sumir líka snildarlega vel, en það hefði vafalaust ekki skaðað, þótt yfirlætisleysið hefði verið dátítið meira hjá sumum glímumönnunum þá. Að því er þessa gömlu og þjóðlegu íþrótt snertir, held jeg, að 1874 þoli fullkominn samanburð. Nú eigum vjer þriðja sinn að taka á móti konungi vorum, og í rauninni í fyrsta sinni að taka á móti konungi íslands, og ekki einungis honum, heldur og í fyrsta sinn drotningu hans, sem er miklu meiri vandi. En nú stöndum vjer líka ólíku betur að vígi en fyr, einkum ef vel viðrar. Samgöngu- færin hafa batnað mikið, fegurðar- tilfinningin hefur vaxið, vjer höfum öll skilyrði til að koma fram sóma- samlega í vorri eigin mynd, en þurfum ekki að tildra neinu upp til að sýnast. Og vjer höfumlærtmikið af síðustu konungs- komunni, einkum höfum vjer lært, hvernig vier eig- um ekki að haga oss, er fagna skal svo tignum og göf- ugum gestum. Vjer ættum nú að sam- eina það tvent, er einkendi hinar fyrri komur, að hafa allar viðtökurnar tildurslausar, en þó veglegar og um leið hjartanlegar. Eins og hver einstakur leggur sig fram til að veita kærkomnum gesti alúð- legar viðtökur, eins eiga landið og höfuðstaðurinn nú að kappkosta, að viðtökurnar verði gestunum minnis- stæðar vegna alúðar og samúðar, fremur en iburðar- mikillar viðhafnar á yfirborðinu. Eins og áður er sagt, skrifaði Kl. J. grein þessa í Mrg.bl., sem út kom konungskomudaginn. En svo sem vænta má, var vandað til móttökunnar hjer eftir föngum. Um samanburð á henni í þetta sinn og 1907 verður hjer ekki rætt. í bænum var alt með Iíku sniði þá og nú. En landferðatækin voru nú bílar, Konungur og drotning á tröppum Konungshússins á Þingvöllum.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.