Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 6

Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 6
6 ÓÐ INN Drotningin og krónprinsinn á barmi Almannagjár. mikinn hluta leiðarinnar, í stað hestvagna þá. Þetta gerði landferðina miklu ljettari og fljótari nú, enda ljetu konungshjónin og alt fylgdarlið þeirra mjög vel yfir henni, og veður var hið ákjósanlegasta þá dagana, sem á henni stóð. Fer hjer á eftir stuttur útdráttur úr frásögn um konungsmóttökuna, tekinn eftir Mrg.bl. Laust fyrir kl. 10 sást konungsfáninn á Valkyrien síga frá hún, og í sama bili lagði konungsbáturinn frá skipinu með fálka-fánann í stafni, en danska fán- ann aftan á. Stundvíslega kl. 10 lagði báturinn að steinbryggjunni, og gekk forsætisráðherra þá fram á bryggjuna og heilsaði konungi, drotningu og sonum þeirra og fylgdarliðinu. Karlaflokkur söng kvæði eftir Þorstein Gíslason undir laginu »Þú álfu vorrar yngsta land« meðan fylkingin stje á land, en samtímis kváðu við fallbyssuskot frá öllum herskipunum, en skipin á höfninni, sem öll voru fánum skreytt, heilsuðu með flagginu. Á bryggjunni stóðu þrjátíu ljósklæddar meyjar, er stráðu sóleyjum á götu konungshjónanna, er þau gengu fram hjá. — Heilsaði nú konungs- fjölskyldan forsetum þingsins, sendiherrum, ráð- herrunum, móttökunefndinni og öðrum, og síðan var haldið inn fyrir heiðursbogann, þar sem borgarstjóri bauð konungsfjölskylduna velkomna til Reykjavíkur. Konungur talaði því næst nokkur ávarpsorð til fólksins og mælti á ís- lensku. Voru orð hans stutt ávarpskveðja til hinnar íslensku þjóðar. Konungur hafði látið það berast hingað, að hann vildi hlýða messu í dómkirkjunni. Hófst guðsþjónustan á hádegi og stje biskup í stólinn. Klukkan tvö fór hin opinbera mót- tökuathöfn fram í Alþingishúsinu. Hafði verið boðið þangað á þriðja hundrað manns, og mættu þeir í hátíðabúningi rjett fyrir klukkan tvö. í neðrideildar- salnum höfðu verið settir fjórir stólar handa konungsfjölskyldunni á þeim stað, sem forsetastóllinn er vanur að standa, en síðan var stólum skipað til beggja handa fyrir gestina, og enn fremur í efrideildar-salnum og í lestr- arstofunni. Athöfnin hófst með því, að fjörutíu manna blandað kór undir stjórn Páls ísólfssonar söng fyrsta flokk hinnar nýju kantötu Þorsteins Gíslasonar. Að því loknu flutti for- sætisráðherra ræðu. Sagði hann m. a.: »Sannarlega er það gleðiefni, að konungshjónin og konungssynir heimsækja nú þjóð vora til þess að kynnast henni, og þjóðinni gefst nú færi á að kynnast þeim. En sjerstaklega er þessi heimsókn hátíðleg fyrir þá sök, að nú heimsækir oss konungur sá, er fyrir skömmu veitti oss viðurkenning hins margþráða fullrjettis lands- ins. Vjer vitum, að vjer eigum konungi vorum mikla þakklætisskuld að gjalda, og vjer höfum þótt, eins og eitt skáld vort kemst að orði, ágætir konungamenn. En það er trúa mín, og það veit jeg, að þau kynni, sem hjer hefjast í dag, verða til þess að gera sam- bandið milli konungs og þjóðar enn nánara, enn inni- legra og hjartanlegra*. Konungur svaraði samstundis og mælti fyrir íslandi. Konungur og drotning á Þingvöllum.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.