Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 28

Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 28
28 ÓÐINN Störfin þörfu úti og inni iðjuhöndin fann. Island hefur æ í minni alt það sem hún vann. Þinni hraustu hagleiksmundu hlífi drottins náð, fram á efstu æfistundu iðkist störfin þráð. Verndi sjón og ljúfa lundu leiðarstjörnur hans, sem að um þitt enni bundu auðnu-geislakrans. ■>/, 1922. RíkarBur Jónsson. * Frú Margrjet Magnúsdóttir * f. Olsen. Hún andaðist að heimili sínu, Litla- hvoli í Reykjavík, 20. dag febrúarm. 1922. Með henni er til grafar gengin ein merkasta kona þessa lands og um leið hið síðasta af börnum Runólfs Magnússonar Olsens umboðsmanns á Þingeyrum og Ing- unnar Jónsdóttur konu hans. — Frú Margrjet er fædd að Þingeyrum 2. júní 1857. Þriggja ára gömul misti hún föður sinn, og 7 ára gömul fluttist hún frá Þingeyr- um með móður sinni, er þá fór að búa á Stóruborg í sömu sýslu. Á Stóruborg var svo heimili Margrjetar, þar til hún var rúmlega tvítug. En síðla á því tímabili hafði hún dvalið tvo vetur í Reykjavík við nám. Árið 1880 fluttist hún frá Stóruborg með móður sinni til Reykja- víkur, og gerðist þá ráðskona hjá bróður sínum, Birni Ólsen, er þá var orðinn kennari við Latínu- skólann og eftirlitsmaður hans. Þann starfa hafði hún á hendi í 4 ár. Hinn 28. ágúst 1885 giftist Margrjet Ólafi lækni Guðmundssyni, og var brúðkaup þeirra haldið í gamla alþingissal Mentaskólans, að viðstöddu fjöl- menni. Næsta dag eftfr stigu ungu hjónin á skip og fóru til útlanda. Eftir ársdvöl þar komu þau til lands- ins aftur og settust að á Akranesi, því að þá var Ólafur settur læknir í því hjeraði. Eftir 4 ára dvöl þar fluttust þau 1890 að Stórólfshvoli, er Ólafur fjekk veitingu læknisembættis í Rangárhjeraði. Þar bjuggu þau í 16 ár, eða þar til Ólafur heitinn dó vorið 1906. Hið sama vor seldi Margrjet búið og flutti til Reykjavíkur, leigði þar íbúð eitt ár, en keypti þá hús við Skólavörðustíg og dálitla lóð, er hún síðar gaf nafnið Litlihvoll. Þeim hjónum fæddist einn sonur, sem hjet Guð- mundur, og dó tveggja mánaða. En 5 börn vanda- laus fóstruðu þau upp; voru mörg þeirra á bernsku- skeiði, þegar Ólafur heitinn fjell frá, og sá Margrjet um þau til fullorðinsára. Nú síðustu árin hafði hún dreng í fóstri, Ólaf Guðmundsson Einarsson; ber hann nafn Ólafs heitins læknis, og er sonur Krist- ínar Sigurðardóttur, sem er fósturdóttir frú Margrjetar. Þegar þau hjónin komu að Stórólfshvoli, mátti heita að jörðin væri í kaldakoli. Reistu þau öll hús jarðar- innar af mestu sæmd og gerðu jörðinni fleira til góða. Mannmargt var jafnan í heimili hjá þeim á Stórólfshvoli, og gestanauð hin mesta, sem stafaði bæði af læknisstarfi Ólafs og af því að hjónin voru bæði skemtileg í viðræðum og hinir höfðinglegustu gestgjafar. Mátti heita, að þar væri aldrei gestalaus bær, og sá þó aldrei þurð í búi, þótt öllum væru gefnar veitingar. En þrátt fyrir alt var þó hin besta regla og atorka við öll innanhússtörf, því að hús- móðirin var bæði atorkusöm, hagsýn og verkavönd, og ljet halda hóflega á öllu, jafnvel þótt aldrei skorti góð útlát frá hennar hendi. Svo var frú Margrjet stjórnsöm og vel að sjer um öll innanhússverk, að það var álitinn besti skóli fyrir stúlkur að ráðast í vinnumensku til hennar. En ekki mun hún hafa staðið síður í stöðu sinni sem eiginkona og móðlr sinna kjörbarna, að því er kunnugir herma. Og ennfremur stundaði Margrjet móður sína með mestu alúð, þar til hún ljetst. Þessi nær 16 ár, sem hún bjó nú síðast hjer í Reykjavík, komst hún vel af, við þó fremur lítil efni^ og var það vegna hagsýni hennar. Var hún þó jafnan hjálpleg fátækum og margra bakhjallur í ýmsum raunum. Enda var hún ávalt glögg á að skilja, hvað helst væri til úrræða, þegar skórinn krepti að. Störf frú Margrjetar utan heimilisins voru helst Margrjet Magnúsdóttir.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.