Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 29

Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 29
ÓÐINN 29 þau, að hún veitti fjölda mörgum ráð og liðveitslu. Veitti stúkunni »Perlan« forstöðu, og tók drjúgan þátt — á tímabili — í starfsemi Hins íslenska kven- fjelags í Reykjavík. Frú Margrjet var í störfum og anda sveitakona; hún unni sveitalífinu og gladdist yfir því að vera bóndadóttir. Hún var laus við alt höfðingjadekur og dramb, þótt hún umgengist mjög fólk í »hærri stöðu«, væri kona embættismanns og ætti fyrir bróður einn allra merkasta embættismann þessa lands. Hún var jafnan öruggur og viss liðs- maður og hjelt fast við sína skoðun í hverju máli, og hafði áhuga fyrir öllum málum, sem henni virtist horfa til bóta. Lestur bóka stundaði hún meira en alment gerist. Af öllu lesmáli unni hún mest ljóðum, einkum þar sem sveitasælan var útmáluð og hugur- inn barst á vængjum vindanna. Kunni hún vel að meta háfleygi andans og kjarna ljóðanna. Sálmar voru og hennar yndi. Margrjet sál. var hin mesta fríðleikskona og hjelt sjer vel, alt til hins síðasta. Heilsa hennar var og góð um dagana; átti hún það eflaust mikið að þakka glaðlyndi sínu og bjartsýni, sem hún hjelt jafnan og voru einar af hennar dýrmætustu vöggugjöfum. Vinir hennar sakna hennar mjög, finna sig óstyrk- ari, höfðu ekki gætt þess, fyrri en dauðinn barði að dyrum, að hún var orðin svo öldruð kona. En nú er hún komin í vinahópinn fyrir handan. Jón H. Þorbergsson. Nýja kvikmYndaleikhúsiö. — „Nýja Bíó“. 12. apríl þ. á. voru liðin 10 ár frá stofnun hlutafjelagsins, sem kom upp Nýja kvikmyndaleikhúsinu hjer í bæn- um, en fyrsta sýningin var haldin þar 4. júní 1912. Eldra kvikmyndaleikhúsið, »Gamla Bíó«, hafði þá starfað hjer eitt um nokkurra ára skeið. Stofnendur hf. Nýja Bíó voru þessir: Friðrik og Sturla Jónssynir, Sveinn Björnsson þáverandi yfirdómslögmaður, Pjetur Gunnarsson kaupmaður, Carl Sæmundsson stórkaupmaður og Pjetur Brynjólfsson ljósmyndari. Var hinn síð- astnefndi ráðinn framkvæmdastjóri fyrir- tækisins. Hafði fjelagið fengið húsnæði á Hótel ísland, þar sem nú er veitinga- salurinn, og þar var kvikmyndahúsið þangað til vorið 1920, eða í rúm átta ár. Pjetur Brynjólfsson hafði stjórn fyr- irtækisins í eitt ár. En í maímánuði voriðl913 tók við stjórninni danskur maður, Bang að nafni, og stjórn- aði hann kvikmyndahúsinu í tæpt ár. Tók þá við stjórninni Bjarni Jónsson frá Galtafelli, er hafði þá nýlega farið utan til þess að kynna sjer rekstur kvik- myndahúsa. Hefur hann stjórnað þessu fyrirtæki síðan. Fyrstu tvö árin var hann starfsmaður hlutafjelagsins, sem áður er getið, en haustið 1916, í október, keypti hann öll hlutabrjef fjelagsins, og var einn eigandi kvikmyndahússins um hríð, eða því sem næst. Árið 1919 var Nýja Bió sagt upp húsnæði því, er það hafði á Hótel ísland, frá vorinu 1920 að telja. Var nú úr vöndu að ráða fyrir fjelagið, því hvergi var að fá hentugt húsnæði fyrir kvikmyndahús, síst á góðum stað. Rjeðist því Bjarni í að byggja nýtt kvik- myndaleikhús, Nýja Bíó, sem nú er, þrátt fyrir óhag- stætt árferði til bygginga. Var byrjað á byggingu hússins 8. maí 1919, en fullgert var það rúmu ári síðar og vígt 19. júní 1920. Hús þetta kostaði á fjórða hundrað þúsund krónur, enda er það stærsta samkomuhúsið í bænum. Var ekkert til sparað, að það yrði sem best úr garði gert á allan hátt, enda munu ekki vera til margir bæir á stærð við Reykja- vík, sem hafa eins fullkomið kvikmyndahús. Árið

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.