Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 19

Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 19
ÚÐINN 19 Þessi mynd er af Sveini Björnssyni sendiherra, frú hans og börnum, og er hún tekin rjett áður en þau fluttust til Khafnar haustið 1920. af Saxa rúnameistara, sem er framhald af hinum áður nefndu fyrstu IX bókunum af sögu Saxa, sem áður hefur verið getið um. Þessum texta fylgir ritgerð um hinar latínsku fyrirmyndir Saxa, og allmikið verk, sem sýnir fram á, að í IX fyrstu bókum sínum hefur Saxi að minsta kosti 2/3 hluta frá íslendingum, mest úr forn- sögum vorum. Ekki er unt að koma bókinni út, nema með verulegum fjár- styrk annarsstaðar að. Vísinda-akademíið í Berlín hefur sjeð handritið, prófað það og hrósað því mjög, og tekur sjer «þann mikla heiður«\ að senda H. 6000 mörk til útgáfunnar og 1900 mörk handa honum sjálfum, en 6000 mörk, með því gengi, sem markið hefur nú, ná ákaflega skamt til þess að koma á prent stórri bók, sem er 650 blaðsíður. Próf. H. hefur samt ekki gefist upp. Hann hefur von um að Rask- 0rsteds stofnunin í Höfn muni vilja styðja að því, að textaútgáfan af þýðingunni komist á prent í Höfn, en með athugasemdirnar um hinar íslensku heimildir Saxa er engin von. Að sjálf- sögðu er það skylda okkar Islendinga, að útvega á einhvern hátt þær 2000 kr., sem þarf til þess að athugasemdirnar um íslensku heimildirnar komi út jafnframt. — Okkar er sóminn. ]eg vona að Halldór Guðjónsson frá Laxnesi taki mjer það ekki illa upp, þó jeg taki hjer orðrjett upp lýsingu hans á Paul Herrmann, þegar hann heim- sótti prófessorinn fyrir skömmu. Lýsingin á fundum um þeirra er í »Alþýðublaðinu« 1. febrúar þ. á.: »í myrkri kvöldið eftir er eg svo í Torgau og lit- ast um í mannþyrpingunni á járnbrautarstöðinni. Loks kem jeg auga á mann, háan vexti, vel á sig kominn, fríðan sýnum, skeggjaðan, með barðastóran hatt á höfði; í fljótu bragði virtist þessi andlitssvipur bera vott um skáld eða listamann, enda átti jeg eftir að komast að raun um að maðurinn á þetta tvent til, þótt vísindamenskan sje aðalstarfsvið hans. Þótt við hefðum ekki sjest fyr, þektum við óðar hvor annan úr mannþyrpingunni; hann sá strax að jeg var ís- lendingurinn, jeg sá strax að hann var próf. Herr- mann, íslandsvinurinn. Og slíkt vinarþel lá í kveðju hans, sem hann hefði í huga alla hina íslensku þjóð, sem hann svo mjög hefur bundist ástum við. Við gengum gegnum trjágöng nokkur og komum brátt að húsi hans í Bahnhofstrasze, og jeg var kyntur frú Herrmann og ungri fallegri dóttur þeirra hjóna. Gestrisnin og ástúðin, sem jeg naut hjá þeim þessa daga, sem jeg dvaldi þar, verður mjer ógleym- anleg, hið vingjarnlega heimili, hið góða, gáfaða fólk, hinn glöggi skilningur húsbóndans á því, sem íslenskt er og ást hans til þess, — í einu orði: dvölin hefur gert mig ríkari að ljúfum og unaðslegum endurminn- ingum, sem ekki munu fyrnast. — Slíkt eru fyrir mjer mikil auðæfi^.1) Próf. H. gladdist, þegar hann sá nýju útgáfuna af íslensku biblíunni, yfir því, að hún skyldi vera komin út í svo skínandi útgáfu. Sálmabókin íslenska þótti honum fremri þeirri norsku, því í henni væru fleiri sálmar eftir íslendinga sjálfa, en eftir Norðmenn í norsku sálmabókinni. Hann áleit landvarnarskylduna, og heræfingarnar, sem henni fylgja, vera besta skóla fyrir unga menn, með því styrktu þeir líkama sinn, og lærðu hlýðni. Hann áleit hlýðni við yfirboðarana vera nauðsyn. Það er ekki óeðlilegt, þar sem hann sjálfur hjelt stöðu í þýska hernum, og var komman- dant í Torgau, þangað til styrjöldin mikla hófst. Þrátt fyrir það var H. enginn keisarasinni. Hann tilbað keisarann aldrei, meðan hann var við völd, og hnýtir aldrei í hann nú þegar hann er fallinn af stóli. Til þess þarf drengskaparlund, nú þegar þýska þjóðin er komin á knje um sinn, nú þegar sigurvegararnir — 1) Orðið „fvrirmannlegur" hefði að minni hyggju átt að standa ( lýsingunni.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.