Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 26

Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 26
26 ÓÐINN Og hún mundi sjer ekki leyfa að ljóma svo lengi þú hefðir, auk vilja þíns, mátt að verja þitt ríki og vernda þinn sóma — jeg veit hvað þú, drotningin litla, átt bágt! Er sólinni verður ei varnað að hefjast og varpar hún lifandi gulli á fold, þá skríðurðu’ í geislann, því gulli að vefjast með grasmöðkum, nöðrum og ormum í mold. Jólin. Hvítt eins og blað fyrir helgirit hjarn eftir sólstaf bíður. Senn fær það bjartari silfurlit, svellið og hrímkögrið fegra glit, — tíminn til ljóshafs líður. Fríður er vetur á veldisstól, vori hann ljær sinn blóma; hvítblómgað vor, þegar hækkar sól, heilsar með dýrðarljóma. Ljósið, það bjarmar um hugskot hvert, hríslast sem eik og kvikar. Þar sem var helskúum haustsins snert hálmlitað, mánskinsfölt og bert blómgast og aldin-blikar. Bikar, sem leiftrar, er lyft, svo önd ljósveigar sterkar hrífi, veigar þess bikars í vorsins hönd verða að kristal-lífi. Ritar á mjallir og svellin sól sólgeisla fjaðurpenna, komin sje niður af stjörnustól, stigin ofan frá guði, jól, húmkolum heims að brenna, kenna, með flughröðum funastaf fannanna leturbrauta, opnaður sá fyrir handan haf himinn til beggja skauta. Ljóðmál. Þau ljóðin með Ijúfustu hljóðin, sem laufsalaþjóðin kann ein, þau ljóma í hugum og hljóma, um himininn óma frá grein. Að bíða er blessað, og hlýða á brúðsönginn þýða í dag, svo yndi mjer leiki í lyndi og ljóð mitt jeg bindi í skyndi við laufsalalag. Að yngja minn anda og syngja og ellina hringja á braut, jeg setst hjer í sæti sem best er og sólblíða mest er og skraut; að sindrar alt sje jeg, og tindrar og sorgin ei hindrar neinn glans. Æ, þetta er lífið hið ljetta og lífið hið rjetta. Jeg fljetta því kvæði og krans. Hví líðið þjer, lýðir, alt stríðið? Og ljóðin ei hlýðið þjer á. Þjer vitið, svo vítt sem er litið, er vastrið og stritið að sjá. Æ, friður sje oftar með yður! Þess óskar og biður hver háls, sem kveður svo glatt að hann gleður þá góðlátt er veður. Og sjeður er fugl, sem er frjáls. Til glaðra hann flýr, því til fjaðra hann finnur, og aðra hann knýr og seiðir á söngvanna leiðir, þar sólfaðmur breiðir sig hlýr. Svo kvaki með bölið að baki, með blómálfum vaki í dag, hver andi, sem enn er í landi og unir ei bandi — sig vandi á ljóði við Iag. Við gröf. Hreinni þínum höndum birtist hvergi að velli fallinn snær, hreina lindin hreinni virtist hvenær sem hún vætti þær. Fyrir andans iðju þína aðeins tötrum klæddist þú, mola’ af borðum máttir tína, metinn einskis fyr en nú. Sl

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.